Farið yfir lífshlaupið í maraþoni í Valencia
18. desember, 2025
Hildur Sólveig fagnar að loknu hlaupi. Þetta var mikið ævintýri sem ég mæli heilshugar með og var í raun Maraþonið ákveðin uppskeruhátíð á kröftugum hlaupavetri.

Í Vestmannaeyjum hefur hlaupamenning verið hratt vaxandi undanfarin ár, Puffin Run nýtur sívaxandi alþjóðlegra vinsælda, hlaupahópurinn Eyjaskokk er áberandi og stýrir ofurhlauparinn Friðrik Benediktsson skipulögðum hlaupaæfingum ásamt því að fjölmargir áhugahlauparar finnast víða skokkandi um Eyjuna þvera og endilanga.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Sindri Ólafsson eru áhugahlauparar sem hafa í gegnum tíðina stundað útihlaup nokkuð reglulega og tekið oft þátt í bæði Vestmannaeyjahlaupinu og Puffin Run en ákváðu að nýta árið í ár til að stækka hlaupasjóndeildahringinn.

42 km fyrir 42 ár

„Sindri fékk þá flugu í höfuðið í fyrra að við ættum að skrá okkur í maraþonhlaup á þessu ári þar sem við værum 42 ára og myndum þá hlaupa km fyrir hvert ár,“ segir Hildur Sólveig ,,Kunningi okkar mælti með maraþonhlaupinu í Valencia þar sem sú braut er mjög flöt og hlaupið þekkt fyrir að vera líflegt og borgin falleg.,,Sem sjúkraþjálfari viðurkenni ég að ég hef oft haft ákveðnar efasemdir varðandi maraþonhlaup, óhóflegu álagi á stoðkerfið en ákvað að láta slag standa og sé alls ekki eftir því í dag, Markmið sem eykur aðhald við þjálfun og kostir þess að sinna reglulega úthalds- og styrktarþjálfun vega hratt upp á móti mögulegum neikvæðum áhrifum af langhlaupum.

Undirbúningurinn skemmtilegt samvinnuverkefni

Við byrjuðum að æfa af einhverju viti í byrjun september á þessu ári og fylgdum við bæði frekar einföldu gervigreindarprógrammi en Sindri fékk líka mörg góð ráð hjá Friðriki og ég nýtti mér hlaupaforritið Runna til að fínpússa betur undirbúninginn síðustu vikurnar fyrir hlaupið. Maður fann það fljótt hvað það að hlaupa eftir markvissu prógrammi skilaði manni betri hraða og formi.

,Ég er mjög þakklát að við fórum í þessa vegferð saman, enda krefst svona undirbúningur talsverðar fjarveru frá heimili og lykilatriði var sameiginlegur skilningur á mikilvægi þess að púsla hlaupum inn í nú þegar þétta dagskrá heimilisins. Eins hefði ég eflaust orðið fljótt þreytt á endalausu spjalli um hlaupahraða, hlaupaskó, hlaupagel og þar fram eftir götunum ef ég hefði ekki verið að taka þátt í þessu með honum.

Þreytt en ánægð að loknu hlaupi. Hildur Sólveig, Sindri og Hlynur Herjólfsson sem hljóp á frábærum tíma. Fór skeiðið á undir þremur klukkustundum.

 

Maraþonið ákveðin uppskeruhátíð

Það var mikill spenningur fyrir hlaupinu sjálfu og ég viðurkenni að ég var talsvert stressaðri fyrir hlaupinu en Sindri, við vorum með mismunandi markmið fyrir hlaupið enda Sindri mun hraðari hlaupari en ég, samt vék kvíði og stress fljótt fyrir spenningnum og tilhlökkuninni.

Valencia er mögnuð borg og hlaup eru frábær leið til að kynnast nýjum stöðum og upplifa menninguna á annan máta. Ég er almennt frekar hrifnæm, nærðist mikið á þeim aragrúa áhorfenda og hljómsveita sem mættu til að hvetja  þátttakendur og sótti mikla orku frá þeim.

Maraþon er ekkert síður andleg þolraun en líkamleg og er misjafnt hvernig fólk brýtur hlaupið upp í huganum til að einblína ekki á hversu löng vegalengdin er í raun. Þannig hugsaði ég t.d. upphaflega fyrstu 10 km sem ákveðna upphitun, svo væri þettac.aa. eitt hálfmaraþon og loks aðrir rúmir 10 km í niðurskokk, eins tileinka margir hlauparar ákveðna kílómetra ákveðnum einstaklingum í lífi sínu og hlaupa í þeirra nafni en þegar ég hljóp af stað þá ákvað ég að nota kílómetrana til að fara yfir lífshlaupið.

 

– Valencia er mögnuð borg og hlaup eru frábær leið til að kynnast nýjum stöðum og upplifa menninguna á annan máta, segir Hildur Sólveig.

 

Þannig var fyrsti kílómetrinnn mikill æsingur, hávaði og adrenalínið á fullu og maður vissi ekkert hvað maður var að gera. Eftir því sem leið á kílómetrana fór að verða meira vit í þessu og við 6 km var ég byrjuð í skóla, 11 km var ég að flytja til Eyja, 16 km byrjaði ég með Sindra, 20 km byrjaði ég í háskólanámi, 24 km útskrifaðist ég, 27 km eignaðist ég Aron, 30 km eignaðist ég Söru Rós, 38 km eignaðist ég Drífu og svo virtust síðustu kílómetrarnir nú vera óvenju langir en ég náði að halda góðum hraða og kláraði vel undir markmiðinu mínu sem ég var að vonum hæstánægð með.

Við fengum frábært veður í hlaupið, eiginlega of gott ef þú spyrð Sindra sem lenti aðeins í vandræðum með hitastigið en heilt yfir var þetta frábær reynsla sem við áttum saman og ekki skemmdi fyrir að pabbi sem er með fasta búsetu á Spáni og Elín Rós konan hans komu yfir helgina til að styðja okkur í þessu verkefni sem mér þótti mjög vænt um.

Þetta var mikið ævintýri sem ég mæli heilshugar með og var í raun Maraþonið ákveðin uppskeruhátíð á kröftugum hlaupavetri. Ég hvet alla áhugasama um hlaup að finna sér raunhæf markmið og fylgja góðu plani, það er alltaf gaman að ögra sjálfum sér og koma sjálfum sér skemmtilega á óvart,’’ segir Hildur Sólveig að lokum en hún er sjúkraþjálfari hjá Physio ehf. 

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Forsida 11 Tbl 2025
11. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
viðburðir
DSC 6945
21. desember 2025
20:30
Jólahvísl í Hvítasunnukirkjunni
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.