Nú er páskafasta hafin, þó er það líklega flestum fjarlægt að fasta vikurnar fyrir páska. Lestur Passíusálma er hafinn á rás 1 í útvarpinu og minnir það okkur á komu pákanna og er hluti af okkar menningu.
Undanfarin ár hefur verið lögð áhersla á mikilvægi föstu fyrir líkamann. Fasta einn eða tvo daga í viku er ráðlagt. Sumir sleppa kjöti og stórum máltíðum, aðrir sleppa sætindum og enn aðrir einbeita sér að einhverju því sem þeim finnst hefta líf sitt. Fasta þýðir að sleppa að borða, einungis drukkið vatn. Líkaminn hefur gott af föstu, nema vegna veikinda, meðgöngu og brjóstgjafar.
Bolludagur, sprengidagur og öskudagur marka upphaf föstunnar, eftir þá daga var tekinn frá tími til að hugsa um þjáningu og dauða Krists.
Fyrir nokkrum árum ákváðum við fjölskyldan að taka páskaföstuna alvarlega og sleppa kjöti og fiski. �?essi ákvörðun var meðal annars tekin út frá vangaveltum yngsta sonar okkar (tæplega tvítugur)um að sleppa kjötáti. Fyrstu dagarnir hjá mér fóru í að finna góðar uppskriftir sem innihéldu prótein og ýmis konar baunaréttir voru eldaðir. �?g bý að þessu enn og elda oft grænmetisrétti. En þegar vikurnar liðu varð matseldin auðveldari og svo var tilfinningaþrungið að elda lambalæri á páskadag.
�?g sjálf hef ekki fastað nema fáa daga í einu eða hluta úr degi. Fastan er áskorun um aga. Eitt árið fastaði maki minn í nokkrar vikur. Hann drakk einungis vatn og saltvatn. �?að var áhugavert að fylgjast með honum. Eftir nokkra daga föstu var löngun i mat horfin, síðan lækkaði hitastig líkamans og hann varð allur hægari. Hann byrjaði rólega að borða mat og leið vel. Margir andans menn hafa haft föstu að venju. Í guðspjöllunum talar Jesús um að þeir sem fasta eigi ekki að auglýsa það og halda áfram eðlilegu lífi. En á þeim tíma klæddu menn sig í hærusekk og báru á sig ösku, en öskudagur ber nafn sitt af föstubyrjun.
Hin kristna sýn á föstu er að taka frá þann tíma sem við notum til að borða (og í matarundirbúning) til að biðja, lesa uppbyggilegt efni og hugleiða það. Okkar andlegi eða innri maður verður virkari þegar líkaminn er ekki nærður.
Í fimmtugasta og áttunda kafla í spádómsbók Jesaja segir Drottinn: �??Nei, sú fasta sem mér líkar er að leysa fjötra rangsleitningar, láta rakna bönd oksins og gefa frjálsa hina hrjáðu…..�?? Kraft og áskorun föstunnar skal nota til góðra verka, öðrum til blessunar.
�?óranna M Sigurbergsdóttir