Fasteignagjöld lækka
17. september, 2019

Fundur fór fram í bæjarráði í hádeginu í dag þar sem meðal annar voru til umræðu fasteignagjöld fyrir árið 2020. Í fundargerð segir:

„Á fundi sínum þann 18. júní sl., fól bæjarráð fjármálastjóra sveitarfélagsins að reikna út mismunandi sviðsmyndir til lækkunar á fasteignaskatti fyrir árið 2020. Ákvörðun bæjarráðs er tilkomin af mikilli hækkun fasteignamats í Vestmannaeyjum fyrir árið 2020, eða um 16,6% af íbúðarhúsnæði og 14,7% í heildina. Til samanburðar er hækkunin á landinu öllu að meðaltali um 6%. Fasteignamat er lagt til grundvallar fasteignaskatti sem er einn helsti tekjustofn sveitarfélaga. Hækkanir á fasteignamati bitna því á húseigendum í formi aukins fasteignaskatts nema ákvörðun um annað sé tekin. Fjármálastjóri lagði fyrir bæjarráð nokkrar sviðsmyndir af fasteignaskatti fyrir árið 2020 sem voru ræddar í ráðinu.

Niðurstaða

Bæjarráð leggur til að fasteignaskattsálagning á íbúðarhúsnæði verði lækkuð í 0,291% fyrir árið 2020 í stað 0,33% frá fyrra ári og að álagning á atvinnuhúsnæði verði lækkuð í 1,55% í stað 1,65% frá fyrra ári. Ákvörðun þessi er í anda lífskjarasamnings verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og stjórnvalda þar sem m.a. er kveðið á um lægri skatta og lægri opinberar álögur til að auka kaupmátt og kjarabætur lágtekjuhópa. Bæjarráð vill leggja sitt af mörkum í þeirri viðleitni.”

Fulltrúi D-lista bókaði að þessu tilefni

„Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins fagnar því að sporna eigi við verulegri og íþyngjandi hækkun fasteignagjalda á íbúðaeigendur í sveitarfélaginu og lýsir yfir ánægju með að samþykkt hafi verið tillaga bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá því í júní þar sem kom fram að mikilvægt væri að sveitarfélagið axli ábyrgð vegna hækkandi fasteignamats og taki ákvörðun um að álögur á íbúa muni ekki hækka. Þannig er komið í veg fyrir að hækkun á fasteignamati leiði til aukinnar tekjuöflunar sveitarfélagsins á kostnað skattgreiðenda. Vestmannaeyjar eru framúrskarandi búsetukostur fyrir margra hluta sakir og með slíkri ákvörðun gæti Vestmannaeyjabær lagt sitt af mörkum við að gera fasteignakaup og búsetu í sveitarfélaginu enn eftirsóknarverðari.”

Fulltrúar H-lista bókuðu þá

„Ánægjulegt er að mikil samstaða er um að lækka fasteignaskattsálagningu á íbúðarhúsnæðis eins og gert var fyrir árið 2019. Einnig er líka ánægjulegt að lækka álagningu á atvinnuhúsnæði. En sú tillaga hefur ekki komið inn í bæjarráð fyrr en var samþykkt núna.”

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst