Forsvarsmenn Hitaveitu Flúða færðu félögum í Björgunarfélaginu Eyvindi á Flúðum góða gjöf á dögunum. Um er að ræða tetra talstöðvar sem nýtast vel við björgunarstarf þar sem GSM samband er stopult, líkt og í Laxárgljúfri þar sem var unnið mikið björgunarafrek í sumar. Gjöfin er gefin í tilefni 40 ára afmælis Hitaveitu Flúða sem fagnað hefur þessum tímamótum með ýmsum hætti.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst