Skilnaðir og sambúðarslit eru algeng í okkar samfélagi, auk þess sem töluverður hópur barna fæðist utan sambúðar eða hjónabands. Mikill meirihluti einhleypra foreldra fer í sambúð og stofna stjúpfjölskyldur þ.e. fjölskyldur þar sem annar aðilinn eða báðir sem til hennar stofna eiga börn úr öðrum samböndum. Bæði stofnanir samfélagsins og fjölskyldurnar sjálfar eru misvel í stakk búnar til að takast á við þær breytingar sem fylgja.
�?rátt fyrir margbreytileiki stjúpfjölskyldna benda rannsóknir til að þær eigi ýmislegt sameignlegt. Algengt er að hlutverk stjúpforeldra vefjist fyrir fólki en í nýrri könnun á vegum Félags stjúpfjölskyldna kom í ljós að 45,7% fólks var mjög/sammála fullyrðingunni �??�?g er ekki viss um hvert er hlutverk stjúpforeldris í stjúpfjölskyldunni�??
Algengt er að fólk átti sig ekki á þeim verkefnum sem fylgja stjúpfjölskyldunni en í sömu könnun kom fram að 75,6% fólks var mjög/sammála fullyrðingunni �??�?að er flóknara að vera í stjúpfjölskyldu en ég átti von á�?? enda kom í ljós í eldri könnun hér á landi að 94% svarenda töldu þörf á fræðslu og sértækri ráðgjöf fyrir stjúpfjölskyldur. �?ekking fagfólks sem vinnur í nánum tengslum við fjölskyldur í starfi sínu er mikilvæg og að það auki ekki óvart á streitu í fjölskyldum með þekkingarleysi í stað þess að draga úr henni.
Stjúpfjölskyldur, rétt eins og aðrar fjölskyldur, hafa alla burði til að vera góðar og gefandi fjölskyldur. Með því að vita hvað er eðlilegt fyrir stjúpfjölskyldur í aðlögunarferlinu hjálpar það þeim að takast á við algengar uppákomur með uppbyggilegum viðbrögðum.
Félag stjúpfjölskyldna býður upp á �??Sterkari stjúpfjölskyldur�?? námskeið fyrir félagsmenn í Félagi stjúpfjölskyldna fimmtudaginn 28. ágúst kl. 17-19.00 í �?ekkingarsetri Vestmannaeyja. Námskeiðið hentar fólki í stjúpfjölskyldum, einhleypum foreldrum �?? ættingjum og vinum sem áhuga hafa á viðfangsefninu. Félagið hlaut styrk frá Velferðarráðuneytinu til að halda námskeið fyrir almenning víða um land og símaráðgjöf sem hefur verið vel nýtt. �?keypis símaráðgjöfin er í síma 5880850. Allar frekari upplýsingar er að finna á www.stjuptengsl.is Skráning er á stjuptengsl@stjuptengsl.is .
Leiðbeinandi er Valgerður Halldórsdóttur félagsráðgjafi, MA og aðjúnkt við HÍ. Hafi fólk áhuga á að bóka einstaklings-, para �?? eða fjölskylduviðtöl hjá henni er það í síma 6929101.