Sindri Ólafsson, eigandi Hop-on í Eyjum, bíður upp á ferðir til að skoða Vestmannaeyjar með svokallaðri Hop-On Hop-Off rútuferð. Ferðin nær yfir helstu kennileiti og náttúruperlur eyjunnar og hentar bæði gestum og heimafólki. ,,Við bjóðum upp á nokkuð hefðbundnar Hop-on Hop-off ferðir. Þar sem rútan gengur ákveðin hring á klukkutíma fresti yfir daginn og stoppar á fimm stöðum. Við Herjólf, Herjólfsdal, Stórhöfða, Eldheima og Sagnheima. Fólk getur svo hoppað af og á eins og það vill yfir daginn,“ segir Sindri. Sindri segir fólk sækjast mest í að fara upp á Stórhöfða og númer 1,2 og 3 hjá þeim sé að ná skoða lunda. Eldfell og Eldheimar eru líka á listanum hjá mörgum það hefur líka komið honum á óvart hversu margir eru með það ofarlega á lista að sjá Fílinn.
Er eitthvað sérstakt sem Sindri mælir með að gestir sjái eða upplifi í ferðunum? ,,Það fer svolítið eftir veðri og árstíma. Ég er á hverjum degi að mæla með því við fólk að það stoppi lengur í Vestmannaeyjum. Það er ótrúlegt hversu margir sem koma til mín eru að stoppa á Eyjunni í innan við þrjá klukkutíma. Ég er að mæla með söfnum, gönguleiðum, veitingastöðum og verslunum. Það eru alltaf einhverjir að leita að listmunum og þá get ég leiðbeint þeim.“ Aðspurður hvers konar ferðamenn séu helst að nýta sér ferðirnar segist Sindri fá til sína allar tegundir af ferðamönnum, en fái oft til sín yngri kúna en aðrir. Margir séu lítið búnir að undirbúa heimsókn sína til Eyja en þeir þekkja bara Hop-on fyrirkomulagið, treysta því og hoppa um borð. ,,Mér finnst líka mjög merkilegt hversu stór hluti af mínum kúnum eru konur sem eru að ferðast einar um Ísland. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hversu vinsæll ferðamannastaður Ísland er fyrir þennan hóp vegna þess hversu öruggt landið er.“ Að lokum segist Sindri nokkuð ánægður með hvernig tókst til síðasta sumar. Hann segir þessu hafa verið mjög vel hjá sér, bæði af gestum sem heimsóttu hann og ekki síður heimamönnum. Sindri vill nota tækifærið og þakka öllum þeim sem hafa aðstoðað mig með einum eða öðrum hætti.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.