Ferðamálasamtök Vestmannaeyja boðuðu hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, bæjarstjórn Vestmannaeyja og stjórn Herjólfs ohf. á fund í Sagnheimum í gær þar sem skýrsla um stöðu ferðaþjónustunnar var kynnt en skoðað var umfang fjárfestingar í greininni, stöðugildi yfir sumartíma annars vegar og vetrartíma hinsvegar.
Stöðugildum í ferðaþjónustu fækkar yfir 60% yfir vetrartímann
Í skýrslunni kemur fram að í heildina fækkar stöðugildum í gistingu, veitingu, afþreyingu og á söfnum sveitarfélagsins úr 280,5 yfir sumartímann yfir í 111,5 yfir vetrartímann. Hér eru
samgöngur stærsti áhrifaþátturinn en stærri ferðaþjónustuaðilar sem selja t.d. pakkaferðir virðast ekki bera nægilegt traust til samgangna við Vestmannaeyjar til að halda sveitarfélaginu inni sem áfangastað hjá sér yfir vetrartímann.
Vilja vörumerkja Vestmannaeyjar
Með fundinum vilja ferðamálasamtökin kalla eftir frekari samtali við bæjaryfirvöld og Herjólf ohf. um stefnumörkun ferðaþjónustunnar, ferðaþjónustan verði skilgreind sem mikilvægur iðnaður og Vestmannaeyjar verði að alþjóðlega þekktu vörumerki sem öll ferðaþjónustufyrirtæki geta kynnt sameiginlega.