Íslandsmeistarar FH áttu ekki í teljandi vandræðum með ÍBV í kvöld þegar liðin mættust á Hásteinsvellinum. FH-ingar hreinlega keyrðu yfir Eyjamenn á upphafsmínútunum, sprengdu upp vörn ÍBV hvað eftir annað en uppskáru aðeins tvö mörk. Gestirnir bættu svo við þriðja markinu í upphafi síðari hálfleiks og lokatölur 0:3. Eyjamenn léku manni færri allan síðari hálfleikinn eftir að Gauta Þorvarðasyni var vísað af velli.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst