Fimleikafélagið Rán tók þátt á Íslandsmeistaramótinu í hópfimleikum sem haldið var um núverandi helgi. Félagið sendi þrjú lið til keppni, tvö í 3. flokki og eitt í 2. flokki.
Þriðji flokkur yngri náði frábærum árangri og hafnaði í 3. sæti á mótinu. Þó svo hin liðin tvö hafi ekki komist á verðlaunapall að þessu sinni, var frammistaðan enga að síður til fyrirmyndar.
Eyjafréttir óskar fimleikafélaginu Rán innilega til hamingju með árangurinn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst