Fiskiríið hefur verið gott en veðrið leiðinlegt

Ísfisktogararnir hafa verið að fiska ágætlega síðustu daga þrátt fyrir óhagstætt veður. Bergey VE kom til Vestmannaeyja í gær eftir tvo sólarhringa á veiðum með fullfermi og var aflinn mestmegnis ufsi. Heimasíðan hafði samband við Egil Guðna Guðnason skipstjóra á Vestmannaey VE í morgun og spurði tíðinda. „Við erum á landleið með fullan bát og mun túrinn taka tæplega þrjá sólarhringa höfn í höfn. Við erum mest með ufsa sem fékkst vestast á Selvogsbankanum. Fiskiríið hefur verið gott en veðrið hefur verið leiðinlegt. Núna er norðaustan 22. Í svona veðri reynir mikið á skip, búnað og áhöfn. Það er erfitt að vinna við þessar aðstæður, en það tekst,“ segir Egill Guðni.

svn.is 

Nýjustu fréttir

Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.