Nemendur í 5. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja kynntu sér starfsemina í uppsjávarvinnslu Vinnslustöðvarinnar síðastliðinn miðvikudag, 24. apríl, og fóru fjölfróð og ánægð heim, beint úr kakó- og Prins póló-veislu hjá Eydísi á kaffistofunni!
Óskað var eftir því í vetur að krakkarnir fengju að stúdera loðnuna alveg sérstaklega, enda loðna fiskur árgangsins í skólanum. Það fór sem fór, „fiskur árgangsins“ er bara ekki veidd sem stendur og því ekkert að sýna.
Vinnslustöðin bauð þá krökkunum að koma samt og kynnast öllu sem væri að gerast á öðrum sviðum vinnslunnar í fyrirtækinu. Það gerðu þau og Benoný Þórisson, framleiðslustjóri uppsjávarsviðs, tók á móti hópnum og af viskubrunni sínum um um veiðar og vinnslu. Gestirnir fengu að skoða þorsk, ufsa og karfa og sjá afurðir sem unnar eru úr þeim fisktegundum, bæði frosnar og saltaðar.
Þetta heppnaðist ljómandi vel og sendir Vinnslustöðin bestu kveðjur í Grunnskóla Vestmannaeyja með þökk fyrir innlitið!





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.