Fjarfundartækni nýtt hjá sýslumanni og héraðsdómi
10. febrúar, 2021
Dómssalur héraðsdóms Suðurlands í húsnæði sýslumannsins í Vestmannaeyjum

Þau tímamót urðu í dag að fjarfundarbúnaður var notaður í dómsal Héraðsdóms Suðurlands í Vestmannaeyjum í fyrsta sinn. Dómssalur héraðsdóms Suðurlands er í húsnæði sýslumanns í Vestmannaeyjum við Heiðarveg og samnýta stofnanirnar fjarfundarbúnað í sinni starfsemi, sýslumaður fyrir fundi og fyrirtökur og héraðsdómur við meðferð dómsmála. Sérstakar heimildir þurfti til að sýslumenn og dómstólar gætu nýtt sér þessa tækni við meðferð mála en þær heimildir skipta sköpum þegar kemur að því að auka skilvirkni og bæta þjónustu. Ófærð og veður hefur þannig minni áhrif á starfsemi þessara stofnana hér í Eyjum en tækifæri til að geta tekið mál fyrir með fjarfundarbúnaði dregur úr tilefnum til að fresta málum og getur þannig haft áhrif á málshraða. Þá hlýst aukið hagræði og tímasparnaður fyrir þá sem boðaðir eru til fyrirtöku hjá stofnununum tveimur.

Við notkun dómstóla á fjarfundarbúnaði þarf að tryggja að tækjabúnaður bjóði bæði upp á fjarfund og upptöku á öllu sem fer fram í hljóð og mynd. Umræddar heimildir dómstóla eru tímabundnar og komu til vegna heimsfarldurs COVID-19.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.