Flugfélagið Ernir hefur sett upp annað aukaflug til Eyja í dag og eru flugin nú orðin fjögur. Farið verður frá Eyjum kl 17:15 og til Eyja 18:00. Vegna mikillar eftirspurnar er fólk kvatt til að bóka tímanlega til að tryggja sér sæti. Upplýsingar um aukaflug birtast einnig á facebook síðu Ernis.