Dagskrá 17. júní hefst í Vestmannaeyjum með því að fánar dregnir að húni í bænum klukkan 9.00. Klukkan 10.30 verða Fjallkonan �?? Dröfn Haraldsdóttir á Hraunbúðum og Sindri Freyr Guðjónsson og Thelma Lind �?órarinsdóttir með tónlistaratriði á Hraunbúðum. Að öðru leyti er dagskráin eftirfarandi:
Kl. 15.00
Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur fyrir heimilisfólk og hátíðargesti.
Hásteinsvöllur Kl. 11.00-13.00
Leikmenn meistaraflokks ÍBV karla þakka fyrir veittan stuðning það sem af er sumri og bjóða börnum og ungmennum í æfinga- og þrautabraut á Hásteinsvelli. Að því loknu munu stuðningsaðilar ÍBV bjóða öllum til grillveislu.
Íþróttamiðstöð Kl. 13.30
Bæjarbúar og aðrir gestir safnast saman fyrir skrúðgöngu, lagt af stað 13.45.
Gengið verður frá íþróttamiðstöðinni niður Illugagötu, inn Faxastíg og áfram Vestmannabraut að Stakkó í lögreglufylgd.
Félagar úr Lúðrasveit Vestmanneyja leika fyrir göngunni. Fánaberar úr Skátafélaginu Faxa leiða gönguna ásamt Leikfélagi Vestmannaeyja og fleirum.
Stakkagerðistún Kl. 14.00
Lúðrasveit Vestmannaeyja spilar af alúð.
Sigursveinn �?órðarson varabæjarfulltrúi setur hátíðina og flytur hátíðarræðu.
Fjallkonan �?? Dröfn Haraldsdóttir flytur hátíðarljóð.
Umhverfisverðlaun Vestmannaeyja 2016 afhent.
Ávarp nýstúdents �?? Kristín Edda Valsdóttir.
Fimleikasýning fimleikafélagsins Ránar.
Tónlistaratriði frá Sindra Frey Guðjónssyni og Molunum.
Leikfélag Vestmannaeyja skemmtir hátíðargestum með ýmsu glensi. Hoppukastalar ef veður leyfir.
Popp, kandýfloss og fleira til sölu á staðnum.