Fjórða sætið úr sögunni
7. september, 2015
Í dag mættust ÍBV og Valur í 17. umferð Pepsi deildar kvenna í knattspyrnu. Stelpurnar þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að ná fjórða sætinu í deildinni af �?ór/KA en svo fór að leiknum lauk með jafntefli 1-1. Kristín Erna Sigurlásdóttir skoraði eina mark ÍBV en það kom á 19. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. �?órhildur �?lafsdóttir, fyrirliða ÍBV fékk svo að líta rauða spjaldið eftir klukkutíma leik. Allt leit út fyrir að Eyjastelpur færu með sigur af hólmi en í uppbótatíma nánar tiltekið á 91. mínútu náði Valur að jafna metin, 1-1 og það voru lokatölur.
Stelpurnar eru því enn í 5. sæti deildarinnar en nú þegar aðeins einn leikur er eftir að mótinu er ljóst að stelpurnar ná ekki fjórða sætinu en þær geta farið niður í sjötta sætið ef þær tapa leiknum gegn Breiðablik og Fylkir sigrar sinn leik gegn KR.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst