ÍBV sótti Aftureldingu heim í dag þegar sjötta umferð Olís deildar karla fór fram. ÍBV hafði betur í skemmtilegum leik 23-21
Leikurinn var í járnum fyrstu 10-15 mínúturnar en Eyjamenn sigu síðan fram úr með góðum varnarleik og frábærri markvörslu Stephan Nielsen en hann setti einfaldlega í lás á löngum köflum í leiknum. Staðan í hálfleik 13-9 ÍBV í vil og dreifðist markaskorun vel á milli manna.
Í upphafi síðari hálfleiks var eitt lið á vellinum. Eyjamenn þéttu vörn sína og skoruðu auðveldu mörkin sem til þarf til að vinna handboltaleik. Liðsmenn Aftureldingar skoruðu sitt fyrsta mark í síðari hálfleik á 11. mínútu þess og minnkuðu muninn í 17-10.
Afar umdeilt atvik átti sér stað á 16. mínútu síðari hálfleiks þegar Kári Kristján Kristjánsson fékk á lýta rautt spjald þegar Kári og Gunnar Malmquist áttust við. Afar harður dómur hjá dómurum leiksins sem misstu t�