Fjórir Eyjamenn í ný þjálfarastörf
Hemmi_hr
Hermann Hreiðarsson fyrrum þjálfari ÍBV. Mynd/Óskar P. Friðriksson

Eyjamennirnir Hermann Hreiðarsson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Ian Jeffs og Jonathan Glenn sem allir hafa spilað og þjálfað ÍBV, eru komnir í ný og spennandi þjálfarastörf. 

Hermann Hreiðarsson, sem þjálfaði ÍBV frá 2022 til 2024, tók nýverið við þjálfun Vals í Bestu deild karla, eftir að hafa stýrt HK í Lengjudeild karla eitt tímabil. HK fór alla leið í úrslitaleikinn um sæti í efstu deild, en laut í lægra haldi fyrir Keflavík.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson tók við HK af Hermanni. Hann hafði þjálfað Njarðvík frá því um mitt tímabil 2023, þegar liðið var í harðri fallbaráttu í Lengjudeildinni. Á síðasta tímabili endaði Njarðvík í 6. sæti og á nýliðnu tímabili komst liðið í úrslitakeppnina, en tapaði fyrir Keflavík í undanúrslitum.

Ian Jeffs tók við kvennaliði Breiðabliks, eftir að hafa þjálfað karlalið Hauka undanfarin tvö ár í 2. deild, og þar á undan karlalið Þróttar. Ian stýrði kvennaliði ÍBV frá 2015 til 2019 og vann gott starf á þeim tíma.

Jonathan Glenn tók svo við kvennaliði Selfoss, en þær leika í Lengjudeild kvenna á næsta tímabili eftir að hafa sigrað 2. deild kvenna í ár. Glenn stýrði síðast kvennalið Keflavíkur í tvö tímabil árin 2023 og 2024. Hann þjálfaði kvennalið ÍBV árið 2022, þar sem liðið endaði í 6. sæti undir hans stjórn í Bestu deild kvenna.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.