�?ann 1. nóvember síðastliðinn ók maðurinn ölvaður inn í húsgarð á Selfossi þar sem hann festi bifreið sína. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafði áður margoft hlotið dóma fyrir ölvunarakstur auk þess sem hann hafði fimm sinnum verið tekinn við akstur án tilskilinna leyfa. Að auki hefur hann verið dæmdur nokkrum sinnum fyrir ýmis hegningarlagabrot.
Að þessu sinni rauf hann skilorð frá því hann var síðast dæmdur, þann 9. maí síðastliðinn, en að mati dómarans lét maðurinn sig skilorðsbundna dóma engu máli skipta. Dæmdi hann því manninn til frelsissviptingar í 14 mánuði, auk greiðslu sakarkostnaðar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst