Annað samvinnuverkefni sem prýðir hafnarsvæðið
Á hafnarsvæðinu er búið að setja upp sex rusladalla sem líta út eins og Urðaviti fyrir gos. Á facebook síður Vestmannaeyjahafnar kemur fram að rusladallarnir séu enn eitt samvinnuverkefnið sem við höfum unnið að í sumar. Búið var að reyna að finna fallegar tunnur sem myndu hæfa svæðinu okkar en ekkert gekk. Kom þá upp sú hugmynd að fá Jóa Listó til að teikna fyrir okkur vita en fékk hann enn betri hugmynd og teiknaði upp Urðavita eins og hann var fyrir gos. Þá hófst næsta stig í ferlinu, Frosti hjá Fab Lab Vestmannaeyjar sagaði fyrir okkur timbrið í réttum hlutföllum, Friðrik og Árni frá Eyjablikk gerðu ljóshúsið og Friðbjörn Ólafur Valtýsson setti vitana saman fyrir okkur og málaði. Útbúnir voru 6 vitar sem búið er að dreifa um svæðið.
Á heimaslod.is stendur ,,Fyrsti vitinn með þessu nafni var byggður á Urðunum, á austurströnd Heimaeyjar árið 1925. Það var 3 m há timburklædd járngrind með ljóshúsi úr steinsteypu. Vitinn var búinn díopótískri linsu og gasljóstækjum. Vitinn fór undir hraun í gosinu árið 1973.”
Myndir af facebook síðu Vestmannaeyjahafnar:

Nýjustu fréttir

Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.