Flestir komnir með vinnu eftir uppsögn
Fiskvinnslan Pétursey ehf. í Vestmannaeyjum hætti starfsemi í síðasta mánuði, en hjá vinnslunni störfuðu tæplega fimmtán manns. �?ar af var fjöldi verkafólks tíu manns. Var uppsögnin ein af þremur sem kom upp í síðasta mánuði hér á landi. Flest starfsfólkið er þegar komið með vinnu aftur, eða vilyrði fyrir vinnu.
Arnar Hjaltalín, hjá stéttarfélaginu Drífanda í Vestmannaeyjum, segir í samtali við mbl.is að alls hafi tíu manns í vinnslu misst vinnuna, en auk þeirra einhverjir verkstjórar og stjórnendur. Samtals hafi því um fimmtán misst vinnuna. Hann segir að af verkafólkinu hafi nú þegar níu fengið aðra vinnu og einn sé með vilyrði fyrir nýju starfi í næsta mánuði. �??Staðan er góð hér í Eyjum þessa stundina,�?? segir Arnar.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.