Aðalsteinn bendir á að nokkurs misræmis gæti í lögum um fasteignagjöld þar sem aðeins er greitt af stöðvarhúsi virkjana og í þessu tilviki verði það austan ár. �?nnur mannvirki sem tengjast vatnsaflsvirkjunum eru gjaldfrjáls þrátt fyrir að bændur í sveitinni greiði fasteignagjöld af ræktun og útihúsum svo dæmi séu tekin. Reiknað er með að mannvirki vegna Urriðafossvirkjunar verði í Flóahreppi fyrir tugi milljóna og hafi að vonum áhrif á sveitarfélagið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst