Flogið daglega til Vestmannaeyja - Tímabundið

Vegagerðin hefur samið við Icelandair um að fljúga daglega til Vestmannaeyja meðan ferjan Herjólfur fer í slipp. Flogið verður einu sinni á dag á tímabilinu 30. nóvember til 6. desember. Til flugsins verða notaðar Dash-8 flugvélar en þær vélar taka 37 farþega.  Hægt er að bóka á vef Icelandair.

Íbúar með lögheimili í Vestmannaeyjum eiga þess kost að nýta afláttarkerfi Loftbrúar og fá 40 % afslátt af flugfargjöldum.

Alvarleg bilun kom upp í skrúfubúnaði Herjólfs 22. nóvember þannig að önnur skrúfa skipsins var óvirk. Skipið sigldi á annarri skrúfunni um tíma enda var það talið öruggt. Hins vegar fór skipið hægar yfir en ella. Herjólfur III er kominn til landsins frá Færeyjum til að leysa skipið af á siglingaleiðinni milli lands og Eyja.

Herjólfur fer í slipp í Hafnarfirði 29. nóvember. Áætlað er að viðgerðin taki fimm til sjö daga. Gert er ráð fyrir að siglingar Herjólfs hefjist að nýju um miðja næstu viku.

Af heimasíðu Vegagerðarinnar.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.