​Fréttapýramídinn 2024 – Gísli Valtýsson maður ársins

Gisli Valtys 2025 IMG 4281

Í hádeginu í dag fór fram í Eldheimum afhending Fréttapýramídanna sem er viðurkenning til þeirra sem þykja hafa skarað fram úr á liðnu ári eða unnið að bættum hag Vestmannaeyja í gegnum árin. Fjölmennt var og hófst dagskráin með því að Trausti Hjaltason, formaður stjórnar Eyjasýnar sem á og gefur út Eyjafréttir og vefmiðilinn eyjafrettir.is […]

Einar Hlöðver  – Vestmannaeyjar 2050

Árið er 2050 og Vestmannaeyjar er fyrirmynd bæjarfélaga um gervöll Norðurlönd. Lítið eyjasamfélag tók stökk með þéttri samvinnu, öflugri nýsköpun, styrkri stefnumótun og skýrri framtíðarsýn. Fjöldi bæjarbúa hefur aukist um fjórðung á síðustu 25 árum og eru komnir yfir 5000 manns í fyrsta sinn síðan fyrir gosið 1973. Hlutfall Vestmannaeyja í heildar landsframleiðslu og þjóðartekjum […]

Enginn veit sína ævi fyrr en öll er

„Um daginn kom séra Guðmundur Örn til mín og spurði hvort ég væri til í að flytja predikun eða hugvekju á Nýársdag í Landakirkju. Eftir mínútu umhugsun var málið komið í ferli og við félagarnir búnir að stilla upp messunni. Fyrir þá sem sváfu yfir sig læt ég hugvekjuna fylgja hér að neðan og þakka […]

Kristín í Eldheimum sæmd fálkaorðunni

Kristín Jóhannsdóttir, sem stýrir Eldheimum í Vestmannaeyjum er meðal þeirra fjórtán sem sæmd voru heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag. Fálkaorðuna hlutu sjö karlar og sjö konur. Fálkorðuna fékk Kristín fyrir frumkvöðlastarf í þágu menningar- og ferðamála í heimsbyggð. Hin íslenska fálkaorða er íslensk heiðursviðurkenning sem veitt er einstaklingum, bæði íslenskum og erlendum, […]

Sjóslyssins við Eiðið 1924 minnst

Átta menn fórust – Mikil slysaár á sjó – Alls fórust 233 á þremur árum Mánudaginn, 16. desember var þess minnst á Bryggjunni í Sagheimum að 100 ár voru frá hörmulegu sjóslysi norðan við Eiðið þennan dag árið 1924. Dagskráin var tvískipt og hófst á Bryggjunni sem var þéttsetin. Þar fór Helgi Bernódusson yfir sögu […]

Litla Mónakó – Gleðibankinn

Óhætt er að fullyrða að landeldi á Íslandi fari með vindinn í bakið inní nýtt ár. Af nógu er að taka þegar að árið er gert upp og ófáir áfangarnir sem landeldisfyrirtækin hafa náð. Eitt af því sem stendur þó uppúr verður að teljast nýleg bankafjármögnun sem bæði First Water og Laxey hafa tryggt sér […]

Þjótandi bauð best í jarðvinnu á Hásteinsvelli

Gras Hasteinsvollur 20241210 152457

Fyrr í mánuðinum voru opnuð tilboð í jarðvinnu og lagnir við endunýjun Hásteinsvallar. Fram kemur í fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja að tvö tilboð hafi borist í verkið, en bjóða þurfti verkið út aftur vegna þess að eina tilboðið sem barst áður þótti of hátt. Tilboðin sem nú bárust voru annars vegar frá Þjótanda ehf. […]

Jólablað Eyjafrétta borið út í dag

EF Forsida 18 Tbl

Jólablað Eyjafrétta sem er  bæjarblað Vestmannaeyinga verður borið til áskrifenda í dag auk þess sem blaðið er til sölu á Kletti og í Tvistinum. Eins og alltaf er fjallað um málefni Vestmannaeyja og Vestmannaeyinga með áherslu á menningu, mannlíf, atvinnulíf og sögu bæjarins. Með efni fyrir alla, ungra sem aldinna. Meðal efnis er: Eyjamaðurinn er […]

Jólatónleikar Kirkjukórs Landakirkju

Hinir árlegu jólatónleikar Kirkjukórs Landakirkju fóru fram í gær, 18. desember, við hátíðlega stemningu. Tónleikarnir voru tvískiptir, fyrri hluti fór fram í safnaðarheimilinu þar sem áheyrendur fengu notalega og hlýlega stund, en síðari hlutinn var haldinn í Landakirkju sjálfri. Kitty Kovács lék á píanó og orgel og Birgir Stefánsson flutti einsöng sem heillaði viðstadda. Kirkjukórinn […]

Fjörtíu ár frá strandi Sæbjargar VE 56

Fjórtán manna áhöfn bjargað við illan leik í björgunarstól „Fjörtíu ár í dag. Strönduðum við Stokksnes, í fárviðri, á Sæbjörgu VE 56. Vorum á leið heim í jólafrí. Vorum dregnir í land,130 metra, í björgunarstól. Það sem skipti öllu máli er að við, 14 menn , komumst allir af við illan leik.“ skrifaði Stefán Geir […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.