Vísuðu málinu aftur til bæjarins
6. febrúar, 2025
radhus_vestm_2022
Ráðhús Vestmannaeyja. Eyjafréttir/Eyjar.net: Tryggvi Már

Í lok janúar kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð í máli þar sem deilt er um ákvörðun Vestmannaeyjabæjar að synja beiðni kæranda um aðgang að verðtilboðum sem bárust vegna raforkukaupa Vestmannaeyjabæjar. Sveitarfélagið heldur því fram að óheimilt sé að afhenda gögnin samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, því þau innihaldi m.a. upplýsingar um einingarverð sem ekki beri að gefa upp vegna samkeppnissjónarmiða auk þess sem um sé að ræða viðkvæmar fjárhagsupplýsingar sem óheimilt sé að birta samkvæmt lög­um um opinber innkaup.

Þrátt fyrir þrjár ítrekanir nefndarinnar á upphaflegu erindi hennar til sveitarfélagsins hafi Vestmannaeyjabær ekki látið nefndinni í té afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að

Meðal þess sem fram kemur í niðurstöðukafla úrskurðarins er að  í hinni kærðu ákvörðun Vestmannaeyjabæjar var aðeins vísað til þess að óheimilt væri að afhenda gögnin samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin telur að ákvörðunin uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar eru til rökstuðnings ákvörðunar samkvæmt 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Ákvörðun sveitarfélagsins og skýringar til úrskurðar­nefndarinnar frá 31. október 2024 innihalda vísanir til samkeppnissjónarmiða og laga um opinber innkaup. Úrskurðarnefndin telur að málsmeðferð Vestmannaeyjabæjar í heild sinni í málinu beri þess merki að sveitarfélagið hafi í reynd ekki framkvæmt það mat sem leiða má af 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga að skuli fara fram við mat á því hvort óheimilt sé að afhenda gögn á grundvelli ákvæðisins.

Þá gerir úrskurðarnefndin athugasemd við að þrátt fyrir þrjár ítrekanir nefndarinnar á upphaflegu erindi hennar til sveitarfélagsins hafi Vestmannaeyjabær ekki látið nefndinni í té afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að, svo sem skylt er að gera samkvæmt upplýs­ingalögum, heldur aðeins upplýsingar úr gögnunum um þau tilboð sem bárust sveitarfélaginu um raforkukaup.

Vísað til Vestmannaeyjabæjar til nýrrar meðferðar og af­greiðslu

Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgar­anna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrund­velli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að heimvísa málinu til lögmætrar máls­meðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórn­sýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild. Að mati úrskurðarnefndarinnar samræmdist málsmeðferð Vestmannaeyjabæjar við töku hinnar kærðu ákvörðunar hvorki ákvæði 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga né rannsóknarreglu 10. gr. stjórn­sýslulaga, nr. 37/1993. Þá var ekki lagt fullnægjandi efnislegt mat á það hvort kærandi ætti rétt á aðgangi að umbeðnum gögnum. Með vísan til framangreinds verður ekki hjá því komist að fella hina kærðu ákvörð­un úr gildi og leggja fyrir Vestmannaeyjabæjar að taka málið til nýrrar með­ferðar og afgreiðslu. Í því felst að beiðni kæranda verði afmörkuð við gögn í vörslu sveitar­félags­ins og mat lagt á rétt kær­anda til aðgangs að þeim, í heild eða að hluta, á grundvelli upplýs­inga­laga.

Í úrskurðarorðum segir: Beiðni um aðgang að verðtilboðum sem bárust vegna raf­orku­kaupa Vestmannaeyjabæjar, er vísað til Vestmannaeyjabæjar til nýrrar meðferðar og af­greiðslu.

Í hnotskurn:  Úrskurðarnefndin segir að það þurfi að liggja fyrir lágmarksrökstuðningur fyrir stjórnsýsluákvörðun og að rökstuðningur bæjarins uppfylli ekki þau skilyrði. Því er málið sent aftur til Vestmannaeyjabæjar til að gera grein fyrir ákvörðuninni.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 2tbl 2025
2. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst