Berjanessbekkurinn hafinn til virðingar á ný

„Þetta er EINARSSON bekkur sem er á lokametrum og verður til sölu hjá JAX Handverk. Bekkurinn er hannaður af langafa, Jóni Einarssyni frá Berjanesi í Vestmannaeyjum. Hann gaf mömmu svona bekk í fermingargjöf 1958 og hefur hann verið til hliðsjónar í ferlinu. Þessi bekkur kemur í eik og blönduðum við í september,“ segir útvarpsmaðurinn vinsæli, […]

Hlakkaði til að drekka í sig Eyjamenninguna

Kristmundur: Þetta er búið að vera alveg tjúllað ár og búið að ganga ógeðslega vel.

„Línurnar eru farnar að skýrast og það er búið að fara frekar mikið púður í þetta,“ segir rapparinn Kristmundur Axel um undirbúninginn fyrir helgina, en hann stígur á stokk í Herjólfsdal á aðfaranótt laugardags. Kristmundur hélt fyrstu tónleikana sína í vor í Iðnó í Reykjavík sem seldust upp og hefur gefið út þrjár smáskífur það […]

Öldungar á Þjóðhátíð

„Ef ég hefði verið lengur þá hefði strætó bara hætt að ganga“  Í tilefni þúsund ára byggðar á Íslandi var haldin þjóðhátíð 2. ágúst 1874 í höfuðborginni. Danakonungur kom þá meðal annars í heimsókn og var Íslendingum færð ný stjórnarskrá. Sama dag var lélegt sjólag og Eyjamönnum ekki kleift að komast upp á land og […]

Úlli open: Um 900.000,- til Krabbavarnar

20240817 201810 Copy

Í gær fór fram styrktar-golfmótið “Úlli open” við frábærar aðstæður á golfvellinum hér í Eyjum. „Þetta er styrktarmót í minningu Gunnlaugs Úlfars Gunnlaugssonar, Úlla okkar. Mótið hefur verið haldið frá 2020, en þá var þetta minningarmót um Úlla, en síðan höfum við haldið það á hverju ári, sem styrktarmót fyrir Krabbavörn í Vestmannaeyjum, í minningu […]

Konurnar taka yfir í Eyjum

Matey 24 Gestakokkar

Í ár verða alþjóðlegir kvenleiðtogar í matreiðslu í hlutverki gestakokka á Matey. Gestakokkarnir koma víða að. Adriana Solis Cavita – kemur frá Mexíkó og verður á veitingastaðnum Gott. Rosie May Maguire – kemur frá Bretlandi og verður á veitingastaðnum  Slippnum. Renata Zalles –  kemur frá Bólivíu og verður á veitingastaðnum Einsa kalda. Veitingastaðir, fiskframleiðendur og […]

Eftirminnileg Herjólfsferð – myndir

20240816 171634(0)

Það var eftirminnileg ferð fyrir erlendu ferðamennina sem fóru frá Eyjum með Herjólfi í gær. Um borð voru 17 lundapysjur sem var sleppt til þeirra frelsis á miðri leið.. Túristarnir stilltu sér upp og fylgdust með af athygli og mynduðu eins og okkar maður, Óskar Pétur Friðriksson. Í bakaleiðinni var Óskari boðið upp í brú […]

Vísurnar hans Inga Steins

„Það er mér sannur heiður að standa hér með bókina, Vísurnar hans pabba, en textann skrifaði ég sjálfur en ljóð og og vísur eru eftir pabba sjálfan. Inga Stein Ólafsson sem fæddist í Eyjum 22. apríl 1942 og lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 19. desember 2022,“ sagði Friðþór Vestmann Ingason, sonur Inga Steins og Guðnýjar Stefaníu […]

Hrein íslensk ofurfæða

B2B VON 8581

Jóhannes Egilsson er fæddur  árið 1977, borinn og barnfæddur Eyjamaður.  Sonur Ernu Jóhannesdóttur og Egils Egilssonar. Hann fluttist frá Eyjum í kringum árið 2000 þegar hann fór í Háskólann í Reykjavík og tók Bsc í International Marketing. Jóhannes er giftur Sigþrúði Ármann lögfræðingi og saman eiga þau 3 börn, Ernu Maríu 19 ára, Kristján Ágúst […]

Saga Land­eyja­hafnar

landeyjah_her_nyr

Landeyjahöfn er eitt umtalaðasta og umdeildasta samgöngumannvirki landsins. Tilkoma hafnarinnar hefur hins vegar stórbætt samgöngur til Vestmannaeyja eins og kom fram á morgunfundi Vegagerðarinnar snemma í vor þar sem verkefni hafnadeildar voru til umfjöllunar. Kjartan Elíasson, verkfræðingur á hafnadeild, flutti erindi um sögu Landeyjahafnar en hún er eina höfnin á Íslandi sem er í eigu […]

Mun einkum bitna á íbúum landsbyggðarinnar

Eimskip Is

Stjórnvöld birtu nýlega áform sín um að leggja kílómetragjald á öll ökutæki óháð orkugjafa og mun gjaldið ráðast af þyngd tækjanna. Eitt og sama gjaldið verður lagt á ökutæki undir 3.500 kg en sé leyfð heildarþyngd ökutækis yfir 3.500 kg mun kílómetragjaldið fara stigvaxandi eftir þyngd út frá ákveðnum þyngdarstuðli. Til viðbótar bætist við kolefnisgjald […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.