Í 15 ár hefur Creditinfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Markviss undirbúningur og þrotlaus vinna liggur að baki framúrskarandi árangri. Vottunin er mikilvægur þáttur í markaðssókn þeirra sem vilja efla traust viðskiptavina og samstarfsaðila. Það er því eftirsóknarvert að skara fram úr.
Þetta kemur fram á heimasíðu Creditinfo þar sem skilyrði fyrir veitingunni. Meðal þeirra eru lánshæfi, ársreikningi sé skilað á réttum tíma og að fyrirtækið sé virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo. Einnig eru skilyrði um rekstrartekjur og rekstrarhagnað, jákvæða niðurstöðu reikningsárin 2021 til 2023 og eiginfjárhlutfall skal a.m.k. vera 20% reikningsárin 2021 til 2023 og að eignir nái áveðnu lágmarki sömu ár.
Framúrskarandi fyrirtæki í Vestmannaeyjum voru nítján. Nánar síðar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst