Hagnaðist um 461 milljón króna í fyrra

Félagið Saga Seafood hagnaðist um 461 milljón króna á liðnu ári. Rekja má stóran hluta hagnaðarins til kaupa Vinnslustöðvarinnar á Leo Seafood. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Saga Seafood er í eigu Daða Pálssonar og fjölskyldu. Daði er forstjóri Laxeyjar og fyrrum framkvæmdastjóri Leo Seafood. Í frétt miðilsins segir að samkvæmt ársreikningi VSV nam kaupverðið 1,5 […]

Hátíðarræða Þjóðhátíðar

DSC 8545

Á setningu Þjóðhátíðar er ávallt haldin hátíðarræða. Í ár flutti Þór Í. Vilhjálmsson fyrrverandi formaður ÍBV-íþróttafélags hátíðarræðuna. Ræðuna má lesa hér að neðan. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, góðir þjóðhátíðargestir. Þeir sem stóðu að fyrstu Þjóðhátíðinni sem haldin var árið 1874 hafa eflaust ekki átt von á því að enn yrði […]

Vinabæjasamband Vestmannaeyja og Pompei á dagskrá

Eyjamaðurinn Sigurjón á Ítalíu- Vill efla samskipti þjóðanna – Sameina matarmenningu beggja þjóða – Íslandsleiðangur í haust Eyjamaðurinn Sigurjón Aðalsteinsson sem dvelur langdvölum á Ítalíu er með margt á prjónunum þessa dagana. Hefur aflað sér mikilvægra viðskiptasambanda, á Íslandi og ekki síður á Ítalíu. Sér hann mikla möguleika á að koma ítölskum mat í hæsta […]

Dalurinn eitt stórt leðjusvað

Þá er vel heppnuð Þjóðhátíð að baki og bærinn byrjaður að róast. Unnið er hörðum höndum að þrifum í Herjólfsdal og hafa flestir tekið niður hústjöldin sín. Sökum leiðindaveðurs og átroðnings hefur stórt og mikið drullusvað myndast í Herjólfsdal. Ljósmyndari Eyjafrétta/Eyjar.net myndaði leðjuna í Brekkunni og við hvítu tjöldin.     (meira…)

Þúsundir frá Eyjum í dag

Þúsundir þjóðhátíðargesta héldu í dag frá Vestmannaeyjum eftir velheppnaða helgi í Herjólfsdal. Í boði voru þrír möguleikar, Herjólfur, flug með Icelandair og sigling með Teistu í Landeyjarhöfn. Herjólfur fór fyrstu ferð klukkan 2.00 í nótt og var ekki fullt í fyrstu ferðunum en um hádegi var komin biðröð. Tuga metra löng en flestir vel klæddir […]

Laugardagskvöldið í myndum

Mikið fjör var í Herjólfsdal í gærkvöldi þrátt fyrir fúlviðri. Einar Bárðar var nýr kynnir á kvöldvökunni þar sem hinir ýmsu listamenn stigu á svið, þar má nefna Eló, Unu Torfa, Stuðmenn og Helga Björns. Drengirnir í FM95Blö hituðu svo upp fyrir flugeldasýninguna á miðnætti. Mikil leynd hafði ríkt yfir hverjir leynigestir kvöldsins væru en […]

Róleg nótt að baki

20240802 230837

Nóttin var helst til tíðindalítil hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum miðað við þann mannfjölda sem nú er í Eyjum. Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri segir í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net að aðeins einn hafi gist fangageymslur og var það vegna ölvunar. Þá komu upp tvö minniháttar fíkniefnamál. Hann segir að þrátt fyrir leiðinda veður þá hafi þetta gengið ótrúlega […]

Veðurstofan gefur út fleiri viðvaranir

Gul Vidv 030824

Veðurstofa Íslands hefur gefið út  gular viðvaranir  vegna veðurs á Suðurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendinu. Er þetta önnur viðvörunin sem gefin er út um helgina á Suðurlandi, en þar tekur viðvörunin gildi á morgun, sunnudag kl. 18:00 – mánudagsmorguns kl. 06:00. Í viðvörunarorðum segir: Austan 15-20 m/s syðst á svæðinu, þ.e. undir Eyjafjöllum og í […]

Skemmti sér vel þó veður hefði mátt vera betra

Að því er kemur fram hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum var nóttin að mestu róleg á þjóðhátíðinni í gærkvöldi og í nótt. Brennan var á sínum stað og fólk skemmti sér vel í brekkunni. Óskar Pétur var á ferðinni með myndavélina og hér má sjá smá nokkur sýnishorn. Veður hefði mátt vera betra en fólk klæddi […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.