Sólríkur sunnudagur – myndir

Það var líflegt í Eyjum í dag, enda lék veðrið við bæjarbúa og gesti. Gestirnir voru ófáir. Tvö stór skemmtiferðaskip lágu við akkeri og voru farþegar ferjaðir í land með léttabátum. Ljósmyndarar Eyjafrétta/Eyjar.net tóku meðfylgjandi myndir í dag. (meira…)
Vill svör varðandi veitufyrirtæki

Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur lagt fram fyrirspurn til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um húshitunarkostnað, gjaldskrá veitufyrirtækja og breytingu á gjaldskrá hjá rafkyntum veitum. Birgir sagði í svari til Eyjar.net í apríl sl. að fróðlegt væri að vita hvaða rök liggja að baki ákvörðun HS Veitna um að neita að birta / afhenda […]
Fjögur farþegaskip í Eyjum í dag

Fjögur skemmtiferðaskip eru nú í Vestmannaeyjahöfn. Skemmtiferðaskipin sem um ræðir eru Fridthjof Nansen, Seaventure, World Navigator og SH Diana. Auk þessara fjögurra farþegaskipa á eitt mjölskip bókað pláss í höfninni í dag, að því er segir á facebook-síðu Vestmannaeyjahafnar. Á morgun er svo von á Viking Mars og Nieuw Statendam til Eyja. Bæði þessi skip […]
Enn beðið eftir gögnum

Hækkanir á gjaldskrá HS Veitna voru til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í vikunni. Þar var farið yfir svar umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytis við beiðni bæjarstjórnar um rökstuðning og upplýsingar um allar þær hækkanir sem lágu til grundvallar við samþykkt gjaldskrárhækkana HS Veitna á heitu vatni. Í svarinu kemur fram að helstu skýringar HS Veitna […]
26 iðkendur útskrifast úr akademíum

ÍBV Íþróttafélag hefur starfrækt afreksakademíu í samstarfi við FÍV frá því í ársbyrjun 2011 og íþróttaakademíu í samstarfi við GRV frá því ársbyrjun 2012. Laugardaginn 25. maí útskrifuðust 2 iðkendur úr afreksakademíunni, Andrés Marel Sigurðsson og Kristján Ingi Kjartansson. Þeir stunduðu akademíuna í 4 annir þar sem þeir sóttu 2 tækniæfingar á viku auk bóklegs […]
Heildartjón nálægt 1,5 milljörðum

Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa sent Vinnslustöðinni og tryggingafélagi fyrirtækisins kröfubréf þar sem farið er fram á að tjónið á vatnslögninni verði að fullu bætt en eins og staðan er í dag er áætlað heildartjón á bilinu 1.380-1.485 m.kr. Þetta kom fram á fundi bæjaráðs Vestmannaeyja í fyrradag. Í fundargerðinni segir einnig að jafnframt sé […]
Einstaklega heppin með fjölskyldu

Sjómannskonan Margrét Sara Laufdal Stefánsdóttir hefur orðið: Aldur? 29 ára. Atvinna? Ég vinn í þjónustukjarnanum á Strandvegi og er nemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands en er í fæðingarorlofi eins og er. Fjölskylda? Sambýlismaðurinn minn heitir Birgir Davíð Óskarsson og er fæddur árið 1996. Saman eigum við tvö börn þau Grétar Inga sem er að verða tveggja ára […]
Ríkisstyrkt Eyjaflug hefst í vetur

Bæjarráð Vestmannaeyja átti fund með Svandísi Svavarsdóttur, innviðaráðherra þann 23. maí sl. Þar voru samgöngumál Vestmannaeyja meðal þeirra mála sem rædd voru. Staðfesti ráðherra að ríkisstyrkt flug hefjist á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja í vetur til þriggja ára. Þá ræddi bæjarráð drög að skýrslu vinnuhóps sem ætlað er að leggja mat á fýsileika gangna milli […]
Vill byggja parhús í Dverghamri

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja tók fyrir á fundi sínum í byrjun vikunnar umsókn um byggingarleyfi á Dverghamri 27-29. Fram kemur í fundargerð ráðsins að borist hafi umsókn frá lóðarhafa Dverghamri 27-29. Þar sækir Gísli Ingi Gunnarsson f.h. Fundur Fasteignafélag ehf. um byggingarleyfi fyrir parhúsi, í samræmi við framlögð gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsráðs […]
Sjómannsfrúr kröftugustu konurnar

Eyjafréttir ræddu við nokkrar sjómannskonur og er Kristín Hartmannsdóttir ein þeirra. Atvinna? Er gæða- og verkefnastjóri hjá Laxey. Fjölskylda? Guðni , Edda Björk og Hólmfríður Eldey . Hversu lengi hefur þú verið sjómannsfrú? Guðni var á sjó á sumrin þegar hann var í Vélskólanum. Svo fór hann aðeins í kælibransann þegar við bjuggum í Reykjavík. Þegar við komum […]