Viðlagafjara í dag

Uppbyggingin heldur áfram í Viðlagafjöru. Þar reisir fyrirtækið Laxey landeldi. Í byrjun mánaðarins hófst vinna að setja upp “litlu” kerin í Viðlagafjöru. Á vefsíðu Laxeyjar segir að veðrið hafi leikið við starfsmenn og tók ekki nema fjóra daga að setja alla sex tankana upp. Halldór B. Halldórsson flaug drónanum yfir svæðið í dag. Afraksturinn má […]
Engin breyting á gjaldskrá Herjólfs

„Verðskráin hefur ekkert breyst og stærð á bílum sú sama og áður.“ Þetta segir í svari Harðar Orra Grettissonar, framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. við fyrirspurn Eyjar.net um hvort búið sé að hækka verðskrá ferjunnar. Forsaga málsins er sú að verið var að taka upp nýtt bókunarkerfi hjá Herjólfi og þar virðast bara allra minnstu bílarnir falla […]
Enn verið að misnota afslátt

Enn eru dæmi um að verið sé að misnota lögheimilisafsláttinn hjá Herjólfi. Þetta staðfestir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. í samtali við Eyjar.net. „Reglulega verðum við því miður vör við að aðilar sem eru með lögheimili í Vestmannaeyjum séu að misnota lögheimilisafsláttinn.“ segir Hörður Orri. „Tökum við hart á þeim aðilum sem verða uppvísir […]
Gefandi starf Rauða krossins

Í síðustu viku var haldinn aðalfundur Vestmannaeyjadeildar Rauða krossins. Sigurður Ingi Ingason er formaður félagsins. „Á fundinum var farið yfir hefðbundin aðalfundarmál, s.s. skýrslu stjórnar um starf fyrra árs, ársreikningar lagðir fram til samþykktar, fjárhagsáætlun næsta árs lagðir fram, o.s.frv. Í lokin er orðið laust og þá eru hin ýmsu mál rædd.“ segir Sigurður Ingi […]
Gagnrýnir vegagerð í Stórhöfða

Í ágúst árið 2022 mátti litlu muna að illa færi þegar hópferðabifreið mætti fólksbíl í hlíðum Stórhöfða. Í kjölfarið komu fulltrúar Vegagerðarinnar til Eyja til að skoða aðstæður og huga að betrumbótum á veginum. Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar var vegurinn lagfærður sl. sumar. „Þ.e.a.s. breikkaður á köflum, útbúin voru mætingaútskot og sett […]
Oddfellow vill byggja við

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja í vikunni var tekin fyrir byggingarleyfis-umsókn Oddfellow stúkunnar að Strandvegi 45A. Fram kemur í fundargerð að sótt sé um leyfi fyrir viðbyggingu við austurhlið og breytingum á húsnæði félagsins Strandvegi 45A, sbr. innsend gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar Skipulagsráðs af 45. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa. Í afgreiðslu málsins fól ráðið […]
Tjón á Gjábakkabryggju

„Já, það varð sig þarna síðasta föstudag og var þá svæðið girt af.“ segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri aðspurð um tjón sem varð á Gjábakkabryggju nýverið. Að sögn Dóru Bjarkar er Gjábakkakantur mjög gamall og hefur verið til vandræða síðustu ár hvað varðar sig. „Núna er verið að bíða eftir að skip sem liggur við […]
Ósk um betri kynningu

Skipulagsmál hafa verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur í Vestmannaeyjum. Á það einkum við um stækkun hafnarinnar og hvar hægt sé að koma við nýjum hafnarköntum. Bæjaryfirvöld kynntu í byrjun árs tillögur að aðalskipulagsbreytingu fyrir Vestmannaeyjahöfn sem samþykkt var á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í nóvember sl. „Þörf fyrir stækkun á gámasvæði“ Fram kom í skipulagslýsingunni að […]
Kostar um 5 milljarða á ári

Síðdegis í dag undirrituðu Samtök atvinnulífsins og breiðfylking stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði, Starfsgreinasambandið, Efling og Samiðn, nýjan kjarasamning. Um er að ræða langtímasamning sem gildir frá 1. febrúar 2024 til 31. janúar 2028. Ríkið leggur til allt að 75% Fram kom í tilkynningu frá ríkisstjórninni undir kvöld að útfærð verði leið til að skólamáltíðir grunnskólabarna […]
Helga Sigrún ráðin í stöðu deildarstjóra

Vestmannaeyjabær hefur valið Helgu Sigrúnu Ísfeld Þórsdóttur í stöðu deildarstjóra fræðslu- og uppeldismála. Alls sóttu sex umsækjendur um en einn dró umsókn sína til baka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum. Helga Sigrún lauk B.Ed. gráðu í grunnskólakennarafræði með áherslu á yngri barna svið árið 2003, Dipl.Ed. gráðu í uppeldis og menntunarfræði með áherslu […]