Jarðvegs-framkvæmdir í Herjólfsdal

Undanfarna daga hefur verið unnið að jarðvegsframkvæmdum í Herjólfsdal. Nánar tiltekið á milli veitingatjalds-undirstöðunnar og setningarsteinsins. Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net að þetta sé á vegum ÍBV. „Það er verið að slétta flötina sem er undir Tuborg tjaldinu og verður sett torf aftur á að því loknu.“   […]

Góð heilsa ekki sjálfgefin

Í fimm ár hefur Eyjamönnum 60 ára og eldri boðist að taka þátt í heilsueflingarverkefninu,  Fjölþætt heilsuefling 65+ í Vestmannaeyjum á vegum Janusar heilsueflingar sem  hefur sérhæft sig í heilsueflingu 60 ára og eldri. Að baki  liggja niðurstöður doktorsrannsóknar Janusar Guðlaugssonar. Markmiðið er að koma til móts við fólk sem vill efla heilsu sína og […]

Sigraði 106 km hlaupið

Hengill Ultra fór fram um helgina í Hveragerði. Eyjamaðurinn Friðrik Benediktsson sigraði þar 106 km hlaupið. Friðrik kom í mark á tímanum 14 klukkustundum og 36 mínútum. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Friðrik. Ester María Ólafs vann kvennaflokkinn. Í öðru sæti karla var Senan Oesch frá Swiss en svo komu þeir Hrólfur Vilhjálmsson og Egill Trausti […]

Hamingja íbúa könnuð

mannlif_opf_2023

Hamingja íbúa í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði mælist mest á landinu í nýrri íbúakönnun landshlutanna. Íbúar Stranda og Reykhóla ásamt Vestur-Húnavatnssýslu voru óhamingjusamastir í könnuninni. Í könnuninni er afstaða þátttakenda til eigin hamingju og almennrar ánægju með þjónustu sveitarfélagsins þar sem þeir búa dregin saman. Þá mælir könnunin alls 40 búsetuskilyrði eftir 24 […]

Kári hvergi nærri hættur

DSC_1508

Kári Kristján Kristjánsson, línumaðurinn knái hefur framlengt samningi sínum við ÍBV. Í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV segir að það sé með mikilli ánægju sem tilkynnist að Kári hafi ákveðið að taka eitt tímabil enn og hlökkum til áframhaldandi samstarfs! Kári sem verður fertugur síðar á árinu segir í samtali við Vísi að hann taki annað […]

ÍBV fær línumann frá Kósovó

Yllka_ibv_cr

Kosovoski línumaðurinn Yllka Shatri hefur samið við handknattleiksdeild ÍBV. Í tilkynningu frá félaginu segir að Yllka komi til ÍBV frá KHF Istogu í Kósovó, sem urðu meistarar þar í ár. Yllka er 23 ára, 180 cm á hæð og kraftmikill línumaður. forsvarsmenn deildarinnar binda miklar vonir við Yllku og hlakkr til að sjá hana á […]

Styrkja uppbyggingu gönguleiðar á Heimaklett

IMG_0977

Haustið 2023 sótti Vestmannaeyjabær um styrki fyrir uppbyggingu gönguleiða til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Fram kemur í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja að fyrir liggi ákvörðun sjóðsins um styrk vegna uppbyggingar og lagfæringar gönguleiðar á Heimaklett um 11.180.000 kr. Fram kemur í bréfi Ferðamálastofu til Vestmannaeyjabæjar að styrkurinn sé veittur í nauðsynlegar endurbætur á gönguleiðinni upp á […]

Biðja ökumenn að aka varlega

logreglanIMG_2384

Á morgun hefst TM mótið hér í Eyjum en um er að ræða stórt knattspyrnumót fyrir 5.flokk kvenna og eru rúmlega 1000 þátttakendur. Mikill fjöldi verður því í bænum og biður lögreglan í Vestmannaeyjum ökumenn um að taka tillit til þess og aka varlega. Á facebook-síðu lögreglunnar er ökumönnum bent á að bannað er að […]

Víxla leikjum vegna veðurs

IBV_fanar-11.jpg

Knattspyrnudeild ÍBV sendi út tilkynningu síðdegis í dag þess efnis að ákveðið hafi verið að færa leik ÍBV og Gróttu sem til stóð að spila á Hásteinsvelli á fimmtudag. Ástæðan er að slæm veðurspá er fyrir Vestmannaeyjar á fimmtudag. Leikurinn fer því fram á Vivaldivellinum klukkan 17:30 á fimmtudag, en þess má geta að hann […]

Elmar verðlaunaður

Elmar_DSC_0255

Lokahóf HSÍ fór fram í hádeginu í dag en þar voru veitt verðlaun til þeirra sem þótt hafa skarað fram úr með sinni frammistöðu á keppnistímabilinu. Þjálfarar og leikmenn liða í deildunum kusu að lokinni deildarkeppni. Þar var Elmar Erlingsson, leikmaður ÍBV útnefndur besti sóknarmaðurinn og efnilegsti leikmaður Olís deildar karla. Þjálfarar og leikmenn liða […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.