Góð heilsa ekki sjálfgefin

Í fimm ár hefur Eyjamönnum 60 ára og eldri boðist að taka þátt í heilsueflingarverkefninu, Fjölþætt heilsuefling 65+ í Vestmannaeyjum á vegum Janusar heilsueflingar sem hefur sérhæft sig í heilsueflingu 60 ára og eldri. Að baki liggja niðurstöður doktorsrannsóknar Janusar Guðlaugssonar. Markmiðið er að koma til móts við fólk sem vill efla heilsu sína og […]
Sigraði 106 km hlaupið

Hengill Ultra fór fram um helgina í Hveragerði. Eyjamaðurinn Friðrik Benediktsson sigraði þar 106 km hlaupið. Friðrik kom í mark á tímanum 14 klukkustundum og 36 mínútum. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Friðrik. Ester María Ólafs vann kvennaflokkinn. Í öðru sæti karla var Senan Oesch frá Swiss en svo komu þeir Hrólfur Vilhjálmsson og Egill Trausti […]
Hamingja íbúa könnuð

Hamingja íbúa í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði mælist mest á landinu í nýrri íbúakönnun landshlutanna. Íbúar Stranda og Reykhóla ásamt Vestur-Húnavatnssýslu voru óhamingjusamastir í könnuninni. Í könnuninni er afstaða þátttakenda til eigin hamingju og almennrar ánægju með þjónustu sveitarfélagsins þar sem þeir búa dregin saman. Þá mælir könnunin alls 40 búsetuskilyrði eftir 24 […]
Kári hvergi nærri hættur

Kári Kristján Kristjánsson, línumaðurinn knái hefur framlengt samningi sínum við ÍBV. Í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV segir að það sé með mikilli ánægju sem tilkynnist að Kári hafi ákveðið að taka eitt tímabil enn og hlökkum til áframhaldandi samstarfs! Kári sem verður fertugur síðar á árinu segir í samtali við Vísi að hann taki annað […]
ÍBV fær línumann frá Kósovó

Kosovoski línumaðurinn Yllka Shatri hefur samið við handknattleiksdeild ÍBV. Í tilkynningu frá félaginu segir að Yllka komi til ÍBV frá KHF Istogu í Kósovó, sem urðu meistarar þar í ár. Yllka er 23 ára, 180 cm á hæð og kraftmikill línumaður. forsvarsmenn deildarinnar binda miklar vonir við Yllku og hlakkr til að sjá hana á […]
Styrkja uppbyggingu gönguleiðar á Heimaklett

Haustið 2023 sótti Vestmannaeyjabær um styrki fyrir uppbyggingu gönguleiða til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Fram kemur í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja að fyrir liggi ákvörðun sjóðsins um styrk vegna uppbyggingar og lagfæringar gönguleiðar á Heimaklett um 11.180.000 kr. Fram kemur í bréfi Ferðamálastofu til Vestmannaeyjabæjar að styrkurinn sé veittur í nauðsynlegar endurbætur á gönguleiðinni upp á […]
Biðja ökumenn að aka varlega

Á morgun hefst TM mótið hér í Eyjum en um er að ræða stórt knattspyrnumót fyrir 5.flokk kvenna og eru rúmlega 1000 þátttakendur. Mikill fjöldi verður því í bænum og biður lögreglan í Vestmannaeyjum ökumenn um að taka tillit til þess og aka varlega. Á facebook-síðu lögreglunnar er ökumönnum bent á að bannað er að […]
Víxla leikjum vegna veðurs

Knattspyrnudeild ÍBV sendi út tilkynningu síðdegis í dag þess efnis að ákveðið hafi verið að færa leik ÍBV og Gróttu sem til stóð að spila á Hásteinsvelli á fimmtudag. Ástæðan er að slæm veðurspá er fyrir Vestmannaeyjar á fimmtudag. Leikurinn fer því fram á Vivaldivellinum klukkan 17:30 á fimmtudag, en þess má geta að hann […]
Elmar verðlaunaður

Lokahóf HSÍ fór fram í hádeginu í dag en þar voru veitt verðlaun til þeirra sem þótt hafa skarað fram úr með sinni frammistöðu á keppnistímabilinu. Þjálfarar og leikmenn liða í deildunum kusu að lokinni deildarkeppni. Þar var Elmar Erlingsson, leikmaður ÍBV útnefndur besti sóknarmaðurinn og efnilegsti leikmaður Olís deildar karla. Þjálfarar og leikmenn liða […]
Þau yngstu fá nýjan leikvöll

Þessa dagana er unnið að gerð ungbarnaleikvallar á Stakkagerðistúni. Í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar segir að vonast sé til að hann verði tilbúinn fyrir 17. júní. Leikvöllurinn er nú þegar orðinn ansi vinsæll hjá yngri kynslóðinni þrátt fyrir að enn sé verið að vinna við að koma honum niður. Leiktækin henta yngri börnum vel og […]