ÍBV fær Gróttu í heimsókn

DSC_1790

Þriðja umferð Lengjudeildar kvenna hefst í dag með fjórum leikjum. Í fyrsta leik dagsins tekur ÍBV á móti Gróttu. ÍBV er enn án stiga en Grótta hefur gert jafntefli í báðum sínum leikjum. Á facebook-síðu ÍBV er rætt við Jón Ólaf Daníelsson þjálfara ÍBV um leikinn. Leikurinn leggst vel í hann og er hann bjartur […]

Sumarstörfin hafin hjá bænum

blomagengi.jpg

Nú er unnið hörðum höndum að því að fegra bæinn okkar og halda honum snyrtilegum. Í frétt á vef bæjaryfirvalda segir að alls séu yfir 40 krakkar í vinnu við umhverfisstörf hjá Vestmannaeyjabæ sem sjá um að slá grasflatir, planta blómum og mála sem og sinna öðrum verkefnum til þess að gera bæinn okkar snyrtilegan. […]

Svar án innihalds

varmad_cr_min

Svar umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins við beiðni Eyjar.net um að ráðuneytið geri opinber þau gögn, þ.m.t. rekstrar- og efnahagsreikninga, sem HS Veitur notar til að ákvarða gjaldskrá sína, hefur nú borist, þó að enn vanti rökstuðninginn sem beðið var um. Með svari ráðuneytisins eru bréf HS Veitna til ráðuneytisins, dags. 9. júní 2023 og 22. nóvember 2023. Í […]

Fullfermi landað í Eyjum

bergur_vestm_ey_20240521_120340

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum í morgun. Að lokinni afar góðri vertíð hefur nú verið hægt á veiðinni hjá báðum skipum. Rætt er við skipstjórana á vef Síldarvinnslunnar í dag. Þar eru þeir spurðir hvar hefði verið veitt og hvernig aflinn væri samansettur. Egill Guðni Guðnason, skipstjóri á Vestmannaey, […]

Tefla fram sameiginlegu liði

ibv_2_fl_kv_fb

ÍBV og Grindavík munu tefla fram sameiginlegu liði í 2. flokki kvenna í sumar, að því er segir í tilkynningu á facebook-síðu ÍBV. Þar segir jafnframt að þær hafi hafið leik í gær í bikarnum og unnu Hauka 11-4. Sannarlega glæsilegt hjá þessu sameiginlega liði. „Það er gaman að sjá þessi tvö bæjarfélög og félög […]

Kviknaði í fjórhjólum

fjorhjol_eldur_slv_c

Neyðarlínan boðaði Slökkvilið Vestmannaeyja út klukkan hálf tvö í dag vegna elds í fjórhjólum sem stödd voru á akveginum á Stórhöfða. Fram kmeur á facebook-síðu slökkviliðsins að þegar að var komið logaði eldur í fjórum af sex hjólum sem lagt hafði verið í vegkantinum. Strax var farið í það að bjarga þeim tveimur hjólum sem […]

Fleiri farþegar til Eyja

farþegaskip_vigtartorg_20240521_130534

Fyrstu skemmtiferðaskipin þetta sumarið komu til Eyja fyrr í mánuðinum. Þau munu svo hafa reglulegar viðkomur hér í Eyjum í allt sumar og fram á haust. Raunar er búist við metfjölda farþega til Eyja með skemmtiferðaskipum í ár, en í fyrra komu um 33 þúsund farþegar þessa leið til Eyja. Eitt þeirra liggur nú við […]

Samið við sjúkraþjálfara

mynd-Steindór4

Nýr samningur milli Sjúkratrygginga og Félags sjúkraþjálfara til fimm ára var undirritaður í dag og staðfestur af Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra. „Þetta eru mikil tímamót eftir rúmlega fjögurra ára samningsleysi sem hefur bitnað á notendum þjónustunnar. Með samningnum falla niður aukagjöld sem lögð hafa verið á þjónustuþega. Samningurinn stuðlar þannig að auknum jöfnuði. Jafnframt er […]

Þingið samþykkir hækkun húsnæðisbóta

hus_midbaer_bo

Alþingi samþykkti í lok síðustu viku lagafrumvarp Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra, um breytingar á lögum um húsnæðisbætur. Markmið laganna er að styðja við nýgerða kjarasamninga til fjögurra ára á almennum vinnumarkaði með því að hækka húsnæðisbætur og auka þannig ráðstöfunartekjur heimilanna og draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði leigjenda. Í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu segir að gert sé ráð […]

Þrír frá ÍBV í æfingahóp U-20

handbolti-18.jpg

Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon hafa valið þá Elmar Erlingsson, Hinrik Huga Heiðarsson og Ívar Bessa Viðarsson í hóp til undirbúnings fyrir vináttulandsleiki gegn Færeyjum sem leiknir verða dagana 1. – 2. júní 2024. Æfingar fara fram á höfðuborgarsvæðinu, segir í frétt á heimasíðu ÍBV þar sem þeim er óskað til hamingju með […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.