Neyðarlínan boðaði Slökkvilið Vestmannaeyja út klukkan hálf tvö í dag vegna elds í fjórhjólum sem stödd voru á akveginum á Stórhöfða.
Fram kmeur á facebook-síðu slökkviliðsins að þegar að var komið logaði eldur í fjórum af sex hjólum sem lagt hafði verið í vegkantinum. Strax var farið í það að bjarga þeim tveimur hjólum sem eftir voru en mikill reykur, eldur og hiti var í hinum fjórum.
Slökkvistarf gekk vel þrátt fyrir nokkuð krefjandi aðstæður en altjón varð á hjólunum.
Eldsupptök má líklega rekja til bilunar í einu af hjólunum sem var númer þrjú í röðinni sem varð svo til þess að eldur barst í næstu hjól þar fyrir aftan með aðstoð vindsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst