Eyþór Orri með ÍBV út tímabilið

Eyjamaðurinn Eyþór Orri Ómarsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV út tímabilið 2024. Frá þessu er greint á heimasíðu ÍBV. Eyþór getur leikið flestar stöður á vellinum en hefur mest leikið sem sóknarmaður síðustu ár. Eyþór Orri hefur spilað 25 deildarleiki með ÍBV og 10 bikarleiki en í þeim hefur hann skorað 1 mark. […]

Vildu fá öflugri verktaka til verksins

alfsnes_vegagerdin_24_is

Í dag kom fram að ekki standi til hjá Vegagerðinni að segja upp samningi stofnunarinnar við Björgun um dýpkun Landeyjahafnar. Eitt ár er eftir af samningnum. Bæjarstjórn Vestmannaeyja tók málið fyrir á fundi sínum í dag, en skýrt hefur komið fram hjá bæjaryfirvöldum að Vegagerðin grípi til aðgerða gagnvart dýpkunaraðila í Landeyjahöfn vegna vanefnda á […]

Björgun áfram treyst fyrir dýpkun

alfsnes_landey_vegagerdin_is

Vegagerðin hefur ákveðið að Björgun klári samning sinn við stofnunina um dýpkun í Landeyjahöfn, en eitt ár er eftir af samningnum. Þetta kemur fram í frétt á vef Vegagerðarinnar. Skoðun leiddi í ljós að Álfsnes henti vel til dýpkunar við þær aðstæður sem eru uppi í Landeyjahöfn Þar segir jafnframt að eftir erfiðan vetur í […]

Fundur bæjarstjórnar í beinni

fundur_baejarstj_22

1606. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag, þriðjudag kl. 17:00. Meðal erinda sem liggja fyrir fundinum eru umræða um samgöngumál og framtíðaruppbygging og lóðaframboð í Eyjum. Alla dagskrá fundarins má sjá fyrir neðan útsendingarammann. Dagskrá: Almenn erindi 1.   201212068 – Umræða um samgöngumál 2.   202404046 – Framtíðaruppbygging og lóðaframboð í Vestmannaeyjum 3.   […]

Lundahlaupið á 150 sekúndum

DSC_9758

The Puffin Run var haldið um helgina. Metþáttaka var í hlaupinu. Hér að neðan má sjá hlaupið gert upp í glæsilegu myndbandi. Sjón er sögu ríkari. Framleiðendur: Bjarki Jóhannsson og Eyþór Jónsson Tónlist: Úlfur Úlfur https://eyjar.net/vedrid-lek-vid-hlauparana-myndir/ (meira…)

LSV: 0,17% raunávöxtun í fyrra

lifeyrissjodur_vestm

Ársfundur Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja verður á morgun, miðvikudaginn 8. maí. Fram kemur í frétt á vef sjóðsins að stjórnin hafi samþykkt ársreikning sjóðsins fyrir árið 2023. Sjóðfélagar sem greiddu iðgjöld á árinu 2023 voru samtals 2.195. Fjöldi virkra sjóðfélaga sem að jafnaði greiða til sjóðsins með reglubundnum hætti í hverjum mánuði voru 1.725. Iðgjöld til sjóðsins […]

Forsetakosningar 2024

kjorstadur_utan_21

Bæjarráð Vestmannaeyja fjallaði um undirbúning fyrir forsetakosningarnar 1. júní nk. Í samráði við yfirkjörstjórn hefur verið ákveðið að kjörstaður fyrir kjósendur í Vestmannaeyjum verði í Barnaskóla Vestmannaeyja. Samkvæmt 30. gr. kosningarlaga nr. 112/2021 skulu kjörskrár aðgengilegar almenningi til skoðunar á skrifstofum sveitarstjórna eða öðrum hentugum stað eigi síðar en 21 degi fyrir kjördag og verður […]

Enn tekist á um listaverk

eldfell_tms

Listaverk í tilefni 50 ára gosloka var til umfjöllunar á fundi bæjarráðs í liðinni viku. Fram kemur í fundargerð að fyrir bæjarráði liggi tveir samningar og viljayfirlýsing. Samningur og viljayfirlýsing við menningar- og viðskiptaráðuneytið sem áður hafa verið kynntir bæjarráði, auk samnings við stúdío Ólafs Elíssonar. Bæjarráð samþykkti með tveimur atkvæðum fulltrúa E og H […]

Konu- og karlakvöld ÍBV

DSC_8947

Á morgun miðvikudaginn 8. maí verður glæsileg konu- og karlakvöld knattspyrnudeildar ÍBV. Konurnar ætla að skemmta sér upp á Háalofti þar sem Jónsi ætlar að gera allt vitlaust.  Boðið verður m.a. upp á gómsæta kjúklingarétti sem og ferska bleikju, steikta þorskhnakka og nýveiddan skötusel auk ýmsa annara rétta. Karlarnir munu koma sé fyrir í Kiwanishúsinu […]

„Ekki alveg sama kraftveiðin”

Vestmannaey_siglingu

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum í gær. Vestmannaey hélt til veiða strax að löndun lokinni en áhöfn Bergs mun sækja Slysavarnaskóla sjómanna og mun skipið ekki láta úr höfn fyrr en á fimmtudagsmorgun. Á vef Síldarvinnslunnar er rætt við skipsjórana, Jón Valgeirsson á Bergi og Birgi Þór Sverrisson á […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.