Vegagerðin hefur ákveðið að Björgun klári samning sinn við stofnunina um dýpkun í Landeyjahöfn, en eitt ár er eftir af samningnum. Þetta kemur fram í frétt á vef Vegagerðarinnar.
Skoðun leiddi í ljós að Álfsnes henti vel til dýpkunar við þær aðstæður sem eru uppi í Landeyjahöfn
Þar segir jafnframt að eftir erfiðan vetur í Landeyjahöfn hafi farið fram ítarleg skoðun á því hvernig mögulegt er að efla afköst og árangur dýpkunar í höfninni. Sú skoðun hefur leitt í ljós að skipið Álfsnes hentar vel til dýpkunar við þær aðstæður sem eru uppi í Landeyjahöfn en áætlun um aukna nýtingu hefur einnig verið sett fram, áætlun sem gæti aukið afköst um allt að 50 prósent.
Afköstin gætu aukist umtalsvert með Álfsnesi
Vinna undir stjórn erlends sérfræðings hefur leitt fram leiðir til úrbóta við nýtingu skipsins og á grundvelli hennar hefur verið sett fram áætlun um breytingar á skipinu og verklagi á dælingu í Landeyjahöfn til að auka afköst hefur verið unnin sem felur í sér að afköstin gætu aukist umtalsvert með dýpkunarskipinu Álfsnesi. Björgun ehf. hefur unnið áætlunina með vísan til skýrslu sem hollenskur ráðgjafi í dýpkunarframkvæmdum Ruud Van Maastrict vann.
Aðgerðaráætlun í fjórum liðum
Eftir útboð var samið við Björgun ehf. um dýpkun í Landeyjahöfn. Vegagerðin hefur gert athugasemdir við að afköst Álfsnessins séu ekki nægileg og ekki í takt við kröfur í útboðinu. Samningurinn var til þriggja ára og er því eitt ár eftir af samningnum. Í stað uppsagnar samningsins sem kom til greina leggur Björgun fram áætlun um hvernig auka megi afköstin verulega.
Aðgerðaráætlunin er í fjórum liðum þar sem tekið er á mönnun og þjálfun, smærri breytingum, umfangsmeiri breytingum og eftirfylgni við þessar breytingar næsta vetur þegar á reynir.
Megi skila í dýpkun 12-14 þúsund rúmmetrum á sólarhring
Í skýrslu Ruud Van Maastrict kemur fram að með núverandi búnaði Álfsnes megi skila í dýpkun 12-14 þúsund rúmmetrum á sólarhring, sem er xx meira en afköstin hafa verið. Þessi afköst eru í takt við það sem reynslan hefur verið nú í seinni hluta aprílmánaðar.
Þessu má ná fram með mönnun og þjálfum starfsmanna. Stytta má snúningstíma skips og hraða losun og nýta skipið þannig mun betur. Ráðinn verður sérstakur útgerðarstjóri til að fylgja því eftir að ávalt sé unnið á hámarksafköstum. Gerðar verða nú þegar smærri breytingar á búnaði og á næstunni frekari breytingar til að auka afköstin, snýr það fyrst og fremst að dælubúnaði, segir í umfjöllun Vegagerðarinnar.
https://eyjar.net/baejarstjorn-brynir-nyjan-innvidaradherra/
https://eyjar.net/619-milljonir-i-landeyjahofn-i-fyrra/
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst