Kíghósti greinist í Eyjum
8. maí, 2024
hsu_inng_nyr
Heilsugæslan í Vestmannaeyjum - HSU. Eyjar.net/TMS

Undanfarið hafa birst fréttir af því að kíghósti hafi greinst vítt og breitt um landið. Nú hefur greinst tilfelli kíghósta í Vestmannaeyjum. Í því ljósi er gott að rifja upp leiðbeiningar frá sóttvarnarlækni varðandi Kíghósta og við hvetjum fólk til að skoða góðar upplýsingar sem finna má á heilsuveru.is áður en haft er samband við 1700 eða heilsugæsluna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilsugæslunni í Vestmannaeyjum.

Kíghósti er oftast væg öndunarfærasýking, en getur verið alvarleg hjá viðkvæmum hópum, sérstaklega ungabörnum sem ekki eru bólusett.

Mikilvægt er að fólk sé meðvitað um að kíghóstasmit séu í gangi og ef fólk finnur fyrir einkennum á það að varast að vera í umgengni við ung börn, barnshafandi konur, eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.

Í flestum tilfellum þarf ekki sérstaka meðferð. Flestir hér á landi eru bólusettir gegn kíghósta sem hægir mjög á útbreiðslu smita.

Það er ekki krafa um sóttkví né einangrun fyrir þá sem eru smitaðir eða útsettir fyrir kíghósta.

Við mælum að sjálfsögðu með að fólk haldi sig heima þegar slæm af einkennum og passi upp á almennar sóttvarnir annars.

Verðandi mæður fá bólusetningu við kíghósta á meðgöngu sem vernda börnin fyrstu mánuðina.

Börn eru bólusett við 3, 5 og 12 mánaða og svo við 4ra ára og 14 ára aldur.

Bóluefnið verndar í um 10 ár og því er möguleiki á að smitast síðar á ævinni nema farið sé í örvunarbólusetningu á 10 ára fresti.

Bóluefnið er boostrix eða samheitalyf.

Inni á síðu sóttvarnalæknis og heilsuveru eru mjög góðar upplýsingar um kíghósta.

Einnig er hægt að hringja í 1700 ef fólk er í vafa, segir í tilkynningnni.

Kíghósti | Ísland.is (island.is)

Kíghósti | Heilsuvera

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst