Ársfundur Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja verður haldinn í dag. Tryggingafræðileg staða sjóðsins er neikvæð um 6.522 milljónir króna eða 5,2% af heildarskuldbindingum en í árslok 2022 var staðan neikvæð um 5.008 millj.kr. eða 4,3%.
Eyjar.net spurði Hauk Jónsson, framkvæmdastjóra sjóðsins um hverjar séu stærstu fjárfestingar sjóðsins í fyrra og það sem af er þessu ári.
Stærstu einstöku fjárfestingar innanlands árið 2023:
Stærstu einstöku fjárfestingar innanlands árið 2024, miðað við 7. maí 2024 eru:
Aðspurður um tryggingafræðilega stöðu LSV sem er neikvæð um 5,2% segir Haukur að það kalli ekki á skerðingu lífeyrisréttinda.
„Staðan þarf að vera yfir 10% neikvæð til þess að skerða réttindi, eða verða samfellt yfir -5% í 5 ár. Sjóðurinn er á 1. ári yfir – 5%.
Þess ber að geta að afar góð ávöxtun sl. ára gerði sjóðnum kleift að hækka réttindi allra sjóðfélaga í ársbyrjun 2023, allir lífeyrisþegar hjá sjóðnum hækkuðu um 10,3% í greiðslum.
Hér að neðan er samantekt á 5 og 10 ára ávöxtun lífeyrissjóða, sem skýrir hvers vegna okkur er mögulegt að auka við réttindi eins og við gerðum í ársbyrjun 2023.“
segir Haukur.
https://eyjar.net/lsv-017-raunavoxtun-i-fyrra/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst