Stelpurnar hefja leik í deildinni

DSC_1856_2

Lengjudeild kvenna hefst í dag með tveimur leikjum. Í fyrri leik dagsins tekur Afturelding á móti ÍBV á Malbikstöðinni að Varmá. Liðin mættust í bikarnum síðastliðinn miðvikudag í Eyjum. Þar hafði Afturelding betur eftir framlengdan leik. Það má því segja að Eyjastúlkur eigi harma að hefna í dag. Flautað verður til leiks kl. 14.00 að […]

Veðrið lék við hlauparana – myndir

DSC_9664

Það voru glaðlegir 1.370 hlauparar sem lögðu í hann í hádeginu í dag í The Puffin Run. Ekki skemmdi fyrir að í Eyjum var blíðskapar veður þegar hlaupið fór fram. Magnús Bragason, einn af skipuleggjendum hlaupsins sagði í samtali við Eyjar.net fyrir helgi að þátttakan í ár sé metþátttaka. Meðal hlaupara eru margir af bestu […]

Dýpkun innan hafnar næst á dagskrá

Landeyjaho_20240106_115402

Í fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í vikunni var umræða um samgöngumál. Þar var staðan á Landeyjahöfn rædd. Fram kemur í fundargerðinni að samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er staðan í hafnarmynninu og á rifinu orðin góð og fer dýpkunarskipið nú í önnur verkefni í tvær vikur en kemur svo aftur til dýpkunar innan hafnar. (meira…)

12,5 milljónir söfnuðust fyrir Grindvíkinga

DSC_9474

Nokkur hópur Eyjafólks hefur staðið fyrir fjársöfnun til handa Grindvíkingum og hafa mörg fyrirtæki í Eyjum lagt þeirri söfnun lið með fjárframlögum. Söfnunin náði svo hámarki í gær þegar haldnir voru styrktarhljómleikar í Höllinni, undir yfirskriftinni “Heim á ný”. Samkvæmt tíðindamanni Eyjar.net voru tónleikarnir stórskemmtilegir fyrir fullum sal af gestum. Á tónleikunum kom fram tónlistarfólk […]

Georg tekur sæti á Alþingi

Georg Eiður Arnarson, varaþingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi mun taka sæti á Alþingi eftir helgi. Aðspurður um hvaða mál hann stefni á að taka upp á þinginu segir Georg að hann hafi skoðanir á öllum málum. „Ég hef kannski sérstakan áhuga á að ræða sjávarútvegsmálin, bæði þá staðreynd að kvótakerfið er 40 ára gamalt í ár […]

Fyrsti leikur ÍBV í deildinni í dag

Karlalið ÍBV hefur leik í Lengjudeildinni í dag, þegar liðið mætir Dalvík/Reyni á Dalvíkurvelli. Bæði lið hafa lokið keppni í Mjólkurbikarnum, ÍBV tapaði gegn Grindavík á meðan Dalvík/Reynir tapaði fyrir Aftureldingu. Það má því búast við baráttuleik á Dalvíkurvelli í dag. Flautað verður til leiks klukkan 14.00.   (meira…)

Þór, þyrla og Lóðsinn í útkall – uppfært

DSC_20025

Land­helg­is­gæsl­an var kölluð út laust eft­ir klukk­an 22 í kvöld eft­ir að leki kom að drátt­ar­bátn­um Gretti Sterka úti fyr­ir suðaust­ur­strönd Íslands. Frá þessu er greint á fréttavef Morgunblaðsins. Þar er haft eftir Jóni Þór Víg­lunds­syn­i, upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar að björg­un­ar­skipið Þór, þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar og Lóðsinn úr Vest­mann­aeyj­um komi öll að björg­un­araðgerðum. Er ástandið á skip­inu […]

Lena María í fyrsta sæti

Lena María Magnúsdóttir var í fyrsta sætið í upplestrarkeppninni Röddinni. Lokahátíð Raddarinnar var haldin í Safnaðarheimilinu við Dynskála á Hellu þann 30. apríl sl. Fram kemur á vef Vestmannaeyjabæjar að það hafi verið Grunnskólinn á Hellu sem hélt utan um undirbúning og framkvæmd lokakeppninnar í ár. Keppendurnir komu frá Grunnskóla Vestmannaeyja, Víkurskóla, Kirkjubæjarskóla, Hvolsskóla, Grunnskólanum […]

Rustan verður forstöðumaður fiskeldis

rustan-laxey_is_cr

Búið er að ráða í starf forstöðumanns fiskeldis hjá Laxey. Fram kemur á vefsvæði fiskeldis-fyrirtækisins að Rustan Lindquist hafi verið ráðinn í stöðuna. „Rustan mun hefja störf 1. september en mun þangað til verða í ráðgjafar hlutverki varðandi tæknilega hönnun og áætlanir. Þekking og reynsla sem Rustan hefur á sviði fiskeldis mun hjálpa Laxey mikið […]

Pítsugerðin opnar á ný

20230621_190349

Veitingastaðurinn Pítsugerðin við Bárustíg hefur opnað aftur eftir vetrarlokun. Pítsugerðin er eini staðurinn í Eyjum sem býður uppá eldbakaðar pítsur. Í tilkynningu segir að opnunartíminn verði fimmtudaga 17:00-21:00 og föstudaga og laugardaga frá klukkan 11:30 – 21:00 til þess að byrja með en breytist svo í opnun alla daga í júní. Pítsugerðin fékk andlistlyftingu fyrir […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.