Dagur í lífi forseta-frambjóðanda
5. maí, 2024
DSC_0065
Elísabet Arnoddsdóttir var einn fjölmargra Eyjamanna sem mætti í Einarsstofu til fundar við Höllu Hrund. Eyjar.net/Óskar Pétur Friðriksson

Dagurinn byrjaði snemma hjá Höllu Hrund Logadóttur er hún keyrði til Landeyjahafnar til að ná Herjólfi til Eyja.

Halla tók þátt í The Puffin Run ásamt eiginmanni sínum Kristjáni Frey Kristjánssyni. Eftir hlaupið var litið við í Eldheimum þar sem Kristín Jóhannsdóttir tók á móti þeim. Frá Eldheimum var haldið í björgunarskipið Þór og það skoðað.

Fundur frambjóðandans var í Einarsstofu þar sem salurinn fylltist af gestum. Halla Hrund  fór með framsöguræðu á fundinum og gestir gátu spurt hana spjörunum úr.

Því næst var haldið á Hraunbúðir þar sem heimilsfólk ræddi við Höllu Hrund. Þar spilaði hún einnig á Harmonikku sína fyrir viðstadda. Í lokin var farið í kjallara Hraunbúða þar sem Sigmar Georgsson tók á móti þeim Höllu og Kristjáni og sýndi þeim það sem Lionsmenn í Eyjum eru að vinna að með verkefninu Karlar í skúrum.

Óskar Pétur Friðriksson fylgdi þeim eftir í gær og fylgdist með í gegnum linsuna.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst