Bjartar vonir vakna

Með hækkandi sólu vakna bjartari vonir. Það sýnir Halldór B. Halldórsson okkur í dag þegar hann fer um Heimaey með myndavélina. Myndbandið er tekið í dag – laugardag. Góða helgi! (meira…)
Skora á nýjan fjármálaráðherra að afturkalla kröfuna

Þjóðlendukröfur íslenska ríkisins voru á dagskrá bæjarstjórnarfundar í vikunni, en þann 5. apríl sl. tók þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ákvörðun um að taka kröfugerð ríkisins á svæði 12 til ítarlegrar endurskoðunar og óskaði eftir því við óbyggðanefnd að hún fresti málsmeðferð. Er þessi ákvörðun tekin í ljósi þess að miklir annmarkar […]
Bæjarstjórn brýnir nýjan innviðaráðherra

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri fór yfir stöðu mála á dýpkun við Landeyjahöfn og samskipti við Vegagerðina á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn. Bæjarráð hefur farið fram á við Vegagerðina að hún grípi til aðgerða gagnvart dýpkunaraðila vegna vanefnda á samningi. Dýpið á rifinu er ekki nægjanlegt og dýpkun ekki gengið sem skyldi. Dýpkunaraðili nýtti ekki dýpkunarglugga í […]
Páll útilokar íbúakosningu í minnisblaði

Á bæjarstjórnarfundi í gær birti Páll Magnússon minnisblað sem hann gerði um listaverk Ólafs Elíassonar í tilefni af 50 ára goslokum í fyrrasumar. Finnst óljóst hvað íbúar eigi að kjósa um Í minnisblaðinu bendir Páll á að erfitt geti reynst að tilgreina um hvað eigi að kjósa; fjárveitinguna, listaverkið sjálft eða „allt þar á milli“ […]
Bikarleikur á Hásteinsvelli

Fótboltinn er byrjaður að rúlla og fyrsti leikur ÍBV verður leikinn á morgun, laugardag. Þá mætir ÍBV liði KFG í bikarkeppni KSÍ – Mjólkurbikarnum. Flautað verður til leiks kl: 14:00 á Hásteinsvelli. Það er því um að gera að klæða sig vel og skella sér á völlinn. (meira…)
Viðræður hafnar

Tjón á neysluvatnslögn var áfram til umfjöllunar á fundi bæjarráðs í gær. Þar kom fram að fulltrúar Vestmannaeyjabæjar hafa í samstarfi við HS Veitur, átt fund með fulltrúum útgerðar Hugins VE þar sem leitast var eftir frekari bótagreiðslum til að tryggja skaðleysi íbúa Vestmannaeyjabæjar sem notendur vatnsveitunnar, vegna tjónsins sem varð á lögninni. Málið skýrist […]
Herjólfur kaupir húsnæði

Samþykkt var af hluthafa á aðalfundi Herjólfs ohf. þann 10. apríl sl., tillaga stjórnar Herjólfs ohf., kauptilboð sem stjórnin og eigendur fasteignarinnar Básaskersbryggju 2, hluti jarðhæðar hafa undirritað. Samkvæmt heimildum Eyjar.net er kaupverðið 65 milljónir króna. Fram kemur í fundargerð bæjarráðs að um mikilvæga eign sé að ræða á hafnarsvæði við Básaskersbryggju sem er þjónustusvæði […]
Einvígi ÍBV og ÍR hefst í dag

Úrslitakeppni Olísdeildar kvenna hefst í kvöld. Í fyrri leik kvöldsins tekur ÍBV á móti ÍR. Húsið opnar kluikkan 17:00 og leikurinn hefst klukkustund síðar. Pizzur fyrir leik og veitingasala. Miðasala á Stubb. Athugið að krókudílakortin gilda ekki í úrslitakeppninni. Leikir dagsins: fös. 12. apr. 24 18:00 1 Vestmannaeyjar ÍBV – ÍR – fös. 12. apr. 24 19:40 […]
„Verið að hægja á okkur”

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu í Eyjum á mánudag. Bæði skip voru með fullfermi og afli beggja að mestu þorskur og ýsa. Bergur mun halda á ný til veiða um hádegisbil í dag og Vestmannaey í kvöld. Heimasíða Síldarvinnslunnar sló á þráðinn til Jóns Valgeirssonar skipstjóra á Bergi og spurði frétta. „Við lönduðum […]
Fundur bæjarstjórnar í beinni

1605. fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag, fimmtudag og hefst hann kl. 17:00. Meðal erinda er síðari umræða um ársreikning, samgöngumál, þjóðlendukröfur íslenska ríkisins, efnistaka við Landeyjahöfn og framtíðaruppbygging og lóðaframboð í bænum. Alla dagskrá fundarins má sjá fyrir neðan útsendingarammann. Almenn erindi 1. 202402069 – Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023 -SEINNI […]