Bjartar vonir vakna

Með hækkandi sólu vakna bjartari vonir. Það sýnir Halldór B. Halldórsson okkur í dag þegar hann fer um Heimaey með myndavélina. Myndbandið er tekið í dag – laugardag. Góða helgi! (meira…)

Skora á nýjan fjármálaráðherra að afturkalla kröfuna

Sigurdur_ingi_2024_IMG_4394_min

Þjóðlendukröfur íslenska ríkisins voru á dagskrá bæjarstjórnarfundar í vikunni, en þann 5. apríl sl. tók þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ákvörðun um að taka kröfugerð ríkisins á svæði 12 til ítarlegrar endurskoðunar og óskaði eftir því við óbyggðanefnd að hún fresti málsmeðferð. Er þessi ákvörðun tekin í ljósi þess að miklir annmarkar […]

Bæjarstjórn brýnir nýjan innviðaráðherra

Alfsn_eyjar_24_IMG_4457

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri fór yfir stöðu mála á dýpkun við Landeyjahöfn og samskipti við Vegagerðina á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn. Bæjarráð hefur farið fram á við Vegagerðina að hún grípi til aðgerða gagnvart dýpkunaraðila vegna vanefnda á samningi. Dýpið á rifinu er ekki nægjanlegt og dýpkun ekki gengið sem skyldi. Dýpkunaraðili nýtti ekki dýpkunarglugga í […]

Páll útilokar íbúakosningu í minnisblaði

Á bæjarstjórnarfundi í gær birti Páll Magnússon minnisblað sem hann gerði um listaverk Ólafs Elíassonar í tilefni af 50 ára goslokum í fyrrasumar.  Finnst óljóst hvað íbúar eigi að kjósa um Í minnisblaðinu bendir Páll á að erfitt geti reynst að tilgreina um hvað eigi að kjósa; fjárveitinguna, listaverkið sjálft eða „allt þar á milli“ […]

Bikarleikur á Hásteinsvelli

DSC_1745

Fótboltinn er byrjaður að rúlla og fyrsti leikur ÍBV verður leikinn á morgun, laugardag. Þá mætir ÍBV liði KFG í bikarkeppni KSÍ – Mjólkurbikarnum. Flautað verður til leiks kl: 14:00 á Hásteinsvelli. Það er því um að gera að klæða sig vel og skella sér á völlinn.     (meira…)

Viðræður hafnar

DSC_5482

Tjón á neysluvatnslögn var áfram til umfjöllunar á fundi bæjarráðs í gær. Þar kom fram að fulltrúar Vestmannaeyjabæjar hafa í samstarfi við HS Veitur, átt fund með fulltrúum útgerðar Hugins VE þar sem leitast var eftir frekari bótagreiðslum til að tryggja skaðleysi íbúa Vestmannaeyjabæjar sem notendur vatnsveitunnar, vegna tjónsins sem varð á lögninni. Málið skýrist […]

Herjólfur kaupir húsnæði

20230523_153301

Samþykkt var af hluthafa á aðalfundi Herjólfs ohf. þann 10. apríl sl., tillaga stjórnar Herjólfs ohf., kauptilboð sem stjórnin og eigendur fasteignarinnar Básaskersbryggju 2, hluti jarðhæðar hafa undirritað. Samkvæmt heimildum Eyjar.net er kaupverðið 65 milljónir króna. Fram kemur í fundargerð bæjarráðs að um mikilvæga eign sé að ræða á hafnarsvæði við Básaskersbryggju sem er þjónustusvæði […]

Einvígi ÍBV og ÍR hefst í dag

handb_sunna_ibv_2022_opf

Úrslitakeppni Olísdeildar kvenna hefst í kvöld. Í fyrri leik kvöldsins tekur ÍBV á móti ÍR. Húsið opnar kluikkan 17:00 og leikurinn hefst klukkustund síðar. Pizzur fyrir leik og veitingasala. Miðasala á Stubb. Athugið að krókudílakortin gilda ekki í úrslitakeppninni. Leikir dagsins: fös. 12. apr. 24 18:00 1 Vestmannaeyjar ÍBV – ÍR – fös. 12. apr. 24 19:40 […]

„Verið að hægja á okkur”

Bergur_vestmannaey_naer_24_IMG_4466

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu í Eyjum á mánudag. Bæði skip voru með fullfermi og afli beggja að mestu þorskur og ýsa. Bergur mun halda á ný til veiða um hádegisbil í dag og Vestmannaey í kvöld. Heimasíða Síldarvinnslunnar sló á þráðinn til Jóns Valgeirssonar skipstjóra á Bergi og spurði frétta. „Við lönduðum […]

Fundur bæjarstjórnar í beinni

bæjarstjórn_vestm

1605. fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag, fimmtudag og hefst hann kl. 17:00. Meðal erinda er síðari umræða um ársreikning, samgöngumál, þjóðlendukröfur íslenska ríkisins, efnistaka við Landeyjahöfn og framtíðaruppbygging og lóðaframboð í bænum. Alla dagskrá fundarins má sjá fyrir neðan útsendingarammann. Almenn erindi 1. 202402069 – Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023 -SEINNI […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.