Samþykkt var af hluthafa á aðalfundi Herjólfs ohf. þann 10. apríl sl., tillaga stjórnar Herjólfs ohf., kauptilboð sem stjórnin og eigendur fasteignarinnar Básaskersbryggju 2, hluti jarðhæðar hafa undirritað. Samkvæmt heimildum Eyjar.net er kaupverðið 65 milljónir króna.
Fram kemur í fundargerð bæjarráðs að um mikilvæga eign sé að ræða á hafnarsvæði við Básaskersbryggju sem er þjónustusvæði Herjólfs. Bæjarráð samþykkti kauptilboðið fyrir sitt leyti og vísaði ákvörðuninni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst