Bærinn í mál við Vinnslustöðina

Vestmannaeyjabær og HS veitur fara fram á fullar bætur, sem nema að minnsta kosti 1,5 milljörðum króna, vegna tjónsins sem varð á vatnslögn til Vestmannaeyja. Lögnin hafði skemmst þegar akkeri Hugins VE losnaði og festist í lögninni síðastliðinn Nóvember. Í samtali við RÚV segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, að bænum hafi verið í lófa […]

Á áætlun hjá VSV

Í haust hófust framkvæmdir við nýtt tveggja hæða steinhús á Vinnslustöðvarreitnum. Alls verður nýbyggingin um 5.600 fermetrar, sem í verður saltfiskvinnsla á neðri hæð og innvigtun uppsjávarafla á efri hæð. „Framkvæmdin er ennþá á áætlun samkvæmt Eyktarmönnum. Við erum að stefna á að geta byrjað að nota neðri hæðina í janúar fyrir saltfiskinn. Í dag […]

Eru og verða hluti af ímynd Vestmannaeyja

Í tilefni af tónleikum Alþýðutónlistarhópsins, Vinir og vandamenn, sem að langmestu er skipaður afkomendum Oddgeirs Kristjánssonar og Ása í Bæ í Höllinni á fimmtudagskvöldið er gaman að rifja upp umsögn Eyjafrétta um tónleika þeirra á Bryggjunni í Safnahúsi fyrir rétt ári síðan:  Hópurinn hélt eftirminnilega Oddgeirstónleika sumarið 2023 í tilefni þess að fjölskylda Oddgeirs afhenti […]

Fjórar ferðir nú endurgreiddar vegna heilbrigðisþjónustu

Almennur réttur fólks til að fá greiddan ferðakostnað þurfi það að sækja sér heilbrigðisþjónustu utan heimabyggðar miðast nú við fjórar ferðir á hverju almanaksári. Þetta segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Reglugerð Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra þessa efnis tók gildi 1. júlí. Í byrjun þessa árs var rétturinn aukinn úr tveimur ferðum í þrjár og […]

Fiskistofa fer á flug

Eftirlitsmenn Fiskistofu munu fljúga ómönnuðum loftförum til eftirlits í júlí og verða allar upptökur skoðaðar vel og fiskur sem fer fyrir borð tegundargreindur, segir í færslu á vef Fiskistofu. Sjómenn og útgerðaraðilar eru beðnir um að kynna sér vel reglur og lög um stjórn fiskveiða. Nokkur atriði sem Fiskistofa nefnir sem vert er að huga […]

Goslokahátíð sett í dag á degi Gosloka

Í dag marka 51 ár frá því að Heimaeyjargosinu var opinberlega lýst lokið þann 3. júlí 1973. Hópur sex djarfra manna hafði daginn áður gert sér leið ofan í gíg Eldfells, undir forystu Þorleifs Einarssonar jarðfræðings og Hlöðvers Johnsen, og kannað þar aðstæður. Dagskrá Goslokahátíðar heldur áfram af fullum krafti í dag og verður formlega […]

Sjómenn úti í kuldanum hjá RÚV

„Í dag kynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra áætlun um að öll þéttbýlissvæði skyldu ljósleiðaravædd. Hún gleymir nú nokkrum þeirra. Nefnilega öllum skipum á Íslandi. Í gær hætti RUV, sjónvarp og útvarp allra landsmanna, að senda efni sitt gegnum gervihnött. Eina efnið sem sjómenn ná ef þeir eru utan við 12 mílur er langbylgju sending á 189khz […]

Árni Friðriksson í makríl-rannsóknum

Rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar Árni Friðriksson fór úr Hafnarfjarðarhöfn þann 1. júlí til þátttöku í árlegum alþjóðlegum uppsjávarleiðangri. Í tilkynningu Hafrannsóknastofnun segir að eitt af meginmarkmiðum hans sé að meta magn og útbreiðslu makríls, kolmunna og norsk-íslenskrar síldar í norðaustur Atlantshafi að sumarlagi. Í leiðangrinum verður einnig aflað gagna sem nýtast við vöktun og fjölbreyttar rannsóknir á […]

Saga Eyjafrétta spannar 50 ár

Omar-Gardarsson-scaled (1)

Á þessu ári eru Fréttir/Eyjafréttir 50 ára og í tíu ár hefur Eyjar.net verið rekið af Tryggva Má Sæmundssyni sem nú hefur sameinast Eyjafréttum undir Eyjasýn. Stefnan er tekin á öfluga fjölmiðla, eyjafréttir.is og blaðið Eyjafréttir þar sem ritstjórarnir Ómar Garðarsson og Tryggvi Már sameina krafta sína. Afmælisins verður minnst á sunnudaginn, 7. júlí með […]

Sýndu söngleik á Stakkó

DSC_6340

Leikhópurinn Lotta sýndi í dag glænýjan íslenskan fjölskyldusöngleik um sjálfan Bangsímon og vini hans á Stakkagerðistúni. Flestir kannast við vinalega bangsann hann Bangsimon, vini hans Gríslinginn, Kaniku, Eyrnaslapa og Ugluna. Í höndum Lottu hefur þessum sögum verið gefið nýtt líf og lifna persónurnar nú loksins við frammi fyrir augunum á okkur. Eins og Lottu er […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.