Á áætlun hjá VSV

Í haust hófust framkvæmdir við nýtt tveggja hæða steinhús á Vinnslustöðvarreitnum. Alls verður nýbyggingin um 5.600 fermetrar, sem í verður saltfiskvinnsla á neðri hæð og innvigtun uppsjávarafla á efri hæð. „Framkvæmdin er ennþá á áætlun samkvæmt Eyktarmönnum. Við erum að stefna á að geta byrjað að nota neðri hæðina í janúar fyrir saltfiskinn. Í dag […]
Eru og verða hluti af ímynd Vestmannaeyja

Í tilefni af tónleikum Alþýðutónlistarhópsins, Vinir og vandamenn, sem að langmestu er skipaður afkomendum Oddgeirs Kristjánssonar og Ása í Bæ í Höllinni á fimmtudagskvöldið er gaman að rifja upp umsögn Eyjafrétta um tónleika þeirra á Bryggjunni í Safnahúsi fyrir rétt ári síðan: Hópurinn hélt eftirminnilega Oddgeirstónleika sumarið 2023 í tilefni þess að fjölskylda Oddgeirs afhenti […]
Fjórar ferðir nú endurgreiddar vegna heilbrigðisþjónustu

Almennur réttur fólks til að fá greiddan ferðakostnað þurfi það að sækja sér heilbrigðisþjónustu utan heimabyggðar miðast nú við fjórar ferðir á hverju almanaksári. Þetta segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Reglugerð Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra þessa efnis tók gildi 1. júlí. Í byrjun þessa árs var rétturinn aukinn úr tveimur ferðum í þrjár og […]
Fiskistofa fer á flug

Eftirlitsmenn Fiskistofu munu fljúga ómönnuðum loftförum til eftirlits í júlí og verða allar upptökur skoðaðar vel og fiskur sem fer fyrir borð tegundargreindur, segir í færslu á vef Fiskistofu. Sjómenn og útgerðaraðilar eru beðnir um að kynna sér vel reglur og lög um stjórn fiskveiða. Nokkur atriði sem Fiskistofa nefnir sem vert er að huga […]
Goslokahátíð sett í dag á degi Gosloka

Í dag marka 51 ár frá því að Heimaeyjargosinu var opinberlega lýst lokið þann 3. júlí 1973. Hópur sex djarfra manna hafði daginn áður gert sér leið ofan í gíg Eldfells, undir forystu Þorleifs Einarssonar jarðfræðings og Hlöðvers Johnsen, og kannað þar aðstæður. Dagskrá Goslokahátíðar heldur áfram af fullum krafti í dag og verður formlega […]
Sjómenn úti í kuldanum hjá RÚV

„Í dag kynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra áætlun um að öll þéttbýlissvæði skyldu ljósleiðaravædd. Hún gleymir nú nokkrum þeirra. Nefnilega öllum skipum á Íslandi. Í gær hætti RUV, sjónvarp og útvarp allra landsmanna, að senda efni sitt gegnum gervihnött. Eina efnið sem sjómenn ná ef þeir eru utan við 12 mílur er langbylgju sending á 189khz […]
Árni Friðriksson í makríl-rannsóknum

Rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar Árni Friðriksson fór úr Hafnarfjarðarhöfn þann 1. júlí til þátttöku í árlegum alþjóðlegum uppsjávarleiðangri. Í tilkynningu Hafrannsóknastofnun segir að eitt af meginmarkmiðum hans sé að meta magn og útbreiðslu makríls, kolmunna og norsk-íslenskrar síldar í norðaustur Atlantshafi að sumarlagi. Í leiðangrinum verður einnig aflað gagna sem nýtast við vöktun og fjölbreyttar rannsóknir á […]
Saga Eyjafrétta spannar 50 ár

Á þessu ári eru Fréttir/Eyjafréttir 50 ára og í tíu ár hefur Eyjar.net verið rekið af Tryggva Má Sæmundssyni sem nú hefur sameinast Eyjafréttum undir Eyjasýn. Stefnan er tekin á öfluga fjölmiðla, eyjafréttir.is og blaðið Eyjafréttir þar sem ritstjórarnir Ómar Garðarsson og Tryggvi Már sameina krafta sína. Afmælisins verður minnst á sunnudaginn, 7. júlí með […]
Sýndu söngleik á Stakkó

Leikhópurinn Lotta sýndi í dag glænýjan íslenskan fjölskyldusöngleik um sjálfan Bangsímon og vini hans á Stakkagerðistúni. Flestir kannast við vinalega bangsann hann Bangsimon, vini hans Gríslinginn, Kaniku, Eyrnaslapa og Ugluna. Í höndum Lottu hefur þessum sögum verið gefið nýtt líf og lifna persónurnar nú loksins við frammi fyrir augunum á okkur. Eins og Lottu er […]
Framlengt við Fab Lab

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hafa ákveðið að framlengja samninga ráðuneytanna við Fab Lab-smiðjurnar á Íslandi um þrjú ár. Samhliða verða framlögin hækkuð um samtals 91 m.kr. á samningstímabilinu, eða úr 324 m.kr. í 415 m.kr. á næstu þremur árum, segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. […]