Safnahúsið er menningartorg Vestmannaeyja

Gígja Óskarsdóttir tók við stöðu safnstjóra Sagnheima 1. janúar 2024. Gígja er þjóðfræðingur, fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Gígja útskrifaðist með BA-gráðu í Þjóðfræði frá Háskóla Íslands árið 2014 og fjallaði lokaritgerð hennar um sögu lundaveiða í Vestmannaeyjum.   „Ég reyndi að hafa námið í þjóðfræðinni sem fjölbreyttast. Tók m.a. kúrs í afbrotafræði og tók […]

Gunnhildur í Flamingo

Gunnhildur Jónasdóttir ásamt dætrum sínum þremur, Ernu Dögg, Tönju Björg og Hjördísi Elsu.  Gunnhildur Jónasdóttir, eigandi tískuvöruverslunarinnar Flamingo fagnaði ásamt fjölskyldu sinni og viðskiptavinum, 35 ára afmæli Flamingo í nóvember með pompi og prakt þar sem boðið var upp á tískusýningu, afslætti og léttar veitingar. Við fengum að spyrja Gunnhildi nokkurra spurninga.   Fjölskylda:   Ég […]

Fjölmargir fóru í gamlársgöngu

Gamlarsganga Hopm Opf 24

Í morgun var árleg ganga/hlaup til styrktar Krabbavörn Vestmannaeyjum. Þátttakan var mjög góð og veður ágætt til útivistar þrátt fyrir smá frost og snjó. Gengið var frá Steinsstöðum og endað á Tanganum þar sem boðið er upp á heita súpu og brauð. Að sögn Hafdísar Kristjánsdóttur gekk gangan mjög vel. „Það mættu 86 manns í […]

Elska jólin og hlakka alltaf til

Í aðdraganda jóla höfum við rætt við nokkra íbúa Vestmannaeyja um hvernig þeir undirbúa hátíðarnar. Við ræddum við Hafdísi Snorradóttur að þessu sinni og deildi hún með okkur sínum uppáhalds jólahefðum og minningum. Fjölskylda? Ég er gift Friðriki Þór Steindórssyni og saman eigum við þrjú börn, þau Rebekku Rut, Sindra Þór og Rakel Rut. Tengdabörnin […]

Jólahátíðin – spurt og svarað

Í aðdraganda jóla höfum við rætt við nokkra íbúa Vestmannaeyja um hvernig þeir undirbúa hátíðarnar. Að þessu sinni fengum við að ræða við Óttar Steingrímsson, en hann deildi með okkur sínum uppáhalds jólahefðum og minningum. Fjölskylda? Er giftur breiðhyltingnum Andreu Guðjóns Jónasdóttur. Saman eigum við þrjú börn, Ísold (9), Hinrik Daða (7) og Birni Berg […]

Á jólaballi í Safnahúsinu

20241221 140144

Í gær var var haldið jólaball í Einarsstofu í Safnahúsinu. Tilefnið var lokahóf Jólasveinaklúbbsins. Börn sem skiluðu inn lestrarhesti fengu glaðning. Þá komu persónur frá Dýrunum í Hálsaskógi í heimsókn og að sjálfsögðu kom jólasveinn á ballið. Góð mæting var og skemmtileg jólastemning. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari leit þar við og má sjá myndasyrpu hans hér […]

Jólahátíðin – spurt og svarað

Í aðdraganda jóla höfum við rætt við nokkra íbúa í Vestmannaeyjum um hvernig þau undirbúa hátíðarnar, við ræddum við Hjördísi Halldórsdóttur, þar sem hún deilir sínum uppáhalds hefðum og jólaminningum. Nafn? Hjördís Halldórsdóttir Fjölskylda? Maðurinn minn heitir Þorgils Orri. Við eigum tvö börn, Helenu Rún og Halldór Orra. Hvernig leggjast jólin í þig? Bara alveg […]

Jólatónleikar Kirkjukórs Landakirkju

Hinir árlegu jólatónleikar Kirkjukórs Landakirkju fóru fram í gær, 18. desember, við hátíðlega stemningu. Tónleikarnir voru tvískiptir, fyrri hluti fór fram í safnaðarheimilinu þar sem áheyrendur fengu notalega og hlýlega stund, en síðari hlutinn var haldinn í Landakirkju sjálfri. Kitty Kovács lék á píanó og orgel og Birgir Stefánsson flutti einsöng sem heillaði viðstadda. Kirkjukórinn […]

Minnig þeirra sem fórust í sjóslysinu við Eiðið heiðruð

Minningarathöfn um sjóslysið sem gerðist við fjöruborðið norðan við Eiðið þann 16. desember árið 1924 var haldin í Sagnheimum og á Eiðinu í gær. Helgi Bernódusson flutti áhrifaríkt erindi um slysið og þá átta menn sem fórust. Jafnframt voru sýndar myndir af uppsetningu minningarsteins sem reistur var nærri þeim stað þar sem báturinn var sjósettur. […]

Jólahúsið 2024 valið

Jólahúsið fyrir árið 2024 í var valið í gær þann 16. desember, en það er Lionsklúbbur Vestmannaeyja í samstarfi við HS Veitur sem sér um að útnefna húsið. Formaður Lionsklúbbsins, Sævar Þórsson afhenti viðurkenningu ásamt verðlaunum til eiganda, en húsið er í eigu hjónanna Hjördísar Ingu Arnarsdóttur og Ingimars Heiðars Georgssonar. Fengu þau í gjöf […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.