Fjölmargir fóru í gamlársgöngu

Gamlarsganga Hopm Opf 24

Í morgun var árleg ganga/hlaup til styrktar Krabbavörn Vestmannaeyjum. Þátttakan var mjög góð og veður ágætt til útivistar þrátt fyrir smá frost og snjó. Gengið var frá Steinsstöðum og endað á Tanganum þar sem boðið er upp á heita súpu og brauð. Að sögn Hafdísar Kristjánsdóttur gekk gangan mjög vel. „Það mættu 86 manns í […]

Elska jólin og hlakka alltaf til

Í aðdraganda jóla höfum við rætt við nokkra íbúa Vestmannaeyja um hvernig þeir undirbúa hátíðarnar. Við ræddum við Hafdísi Snorradóttur að þessu sinni og deildi hún með okkur sínum uppáhalds jólahefðum og minningum. Fjölskylda? Ég er gift Friðriki Þór Steindórssyni og saman eigum við þrjú börn, þau Rebekku Rut, Sindra Þór og Rakel Rut. Tengdabörnin […]

Jólahátíðin – spurt og svarað

Í aðdraganda jóla höfum við rætt við nokkra íbúa Vestmannaeyja um hvernig þeir undirbúa hátíðarnar. Að þessu sinni fengum við að ræða við Óttar Steingrímsson, en hann deildi með okkur sínum uppáhalds jólahefðum og minningum. Fjölskylda? Er giftur breiðhyltingnum Andreu Guðjóns Jónasdóttur. Saman eigum við þrjú börn, Ísold (9), Hinrik Daða (7) og Birni Berg […]

Á jólaballi í Safnahúsinu

20241221 140144

Í gær var var haldið jólaball í Einarsstofu í Safnahúsinu. Tilefnið var lokahóf Jólasveinaklúbbsins. Börn sem skiluðu inn lestrarhesti fengu glaðning. Þá komu persónur frá Dýrunum í Hálsaskógi í heimsókn og að sjálfsögðu kom jólasveinn á ballið. Góð mæting var og skemmtileg jólastemning. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari leit þar við og má sjá myndasyrpu hans hér […]

Jólahátíðin – spurt og svarað

Í aðdraganda jóla höfum við rætt við nokkra íbúa í Vestmannaeyjum um hvernig þau undirbúa hátíðarnar, við ræddum við Hjördísi Halldórsdóttur, þar sem hún deilir sínum uppáhalds hefðum og jólaminningum. Nafn? Hjördís Halldórsdóttir Fjölskylda? Maðurinn minn heitir Þorgils Orri. Við eigum tvö börn, Helenu Rún og Halldór Orra. Hvernig leggjast jólin í þig? Bara alveg […]

Jólatónleikar Kirkjukórs Landakirkju

Hinir árlegu jólatónleikar Kirkjukórs Landakirkju fóru fram í gær, 18. desember, við hátíðlega stemningu. Tónleikarnir voru tvískiptir, fyrri hluti fór fram í safnaðarheimilinu þar sem áheyrendur fengu notalega og hlýlega stund, en síðari hlutinn var haldinn í Landakirkju sjálfri. Kitty Kovács lék á píanó og orgel og Birgir Stefánsson flutti einsöng sem heillaði viðstadda. Kirkjukórinn […]

Minnig þeirra sem fórust í sjóslysinu við Eiðið heiðruð

Minningarathöfn um sjóslysið sem gerðist við fjöruborðið norðan við Eiðið þann 16. desember árið 1924 var haldin í Sagnheimum og á Eiðinu í gær. Helgi Bernódusson flutti áhrifaríkt erindi um slysið og þá átta menn sem fórust. Jafnframt voru sýndar myndir af uppsetningu minningarsteins sem reistur var nærri þeim stað þar sem báturinn var sjósettur. […]

Jólahúsið 2024 valið

Jólahúsið fyrir árið 2024 í var valið í gær þann 16. desember, en það er Lionsklúbbur Vestmannaeyja í samstarfi við HS Veitur sem sér um að útnefna húsið. Formaður Lionsklúbbsins, Sævar Þórsson afhenti viðurkenningu ásamt verðlaunum til eiganda, en húsið er í eigu hjónanna Hjördísar Ingu Arnarsdóttur og Ingimars Heiðars Georgssonar. Fengu þau í gjöf […]

Sjötti bekkur sýndi helgileik í kirkjunni

Nemendur 6. bekkjar Grunnskóla Vestmannaeyja fluttu skemmtilega og fallega sýningu á helgileiknum fyrir fullum sal í Landakirkjunni. Hefð hefur skapast fyrir því að Helgileikurinn sé sýndur af grunnskólanemendum á þessum tíma árs. Hver nemandi átti sinn hlut í leiksýningunni og stóðu þau sig öll með prýði. Jarl Sigurgeirsson söng og spilaði og Séra Guðmundur stýrði […]

Leikhúsið og hljómsveitarlífið – Aðalbjörg Andrea

Aðalbjörg Andrea Brynjarsdóttir tekur virkan þátt í menningar- og félagslífinu í Vestmannaeyjum. Aðalbjörg spilar með hljómsveitinni Þögn, en Þögn lenti í 3. sæti á Allra Veðra Von í byrjun október. Hún er einnig meðlimur í Leikfélagi Vestmannaeyja og fer með stórt hlutverk í leikritinu Dýrin í Hálsaskógi sem var frumsýnt í enda október síðastliðnum. Við […]