Breyting á áætlun Herjólfs í Landeyjahöfn

Breyting verður gerð á ferðum Herjólfs í Landeyjahöfn í dag og á morgun. Í stað þess að brottför verði 11:30 frá Vestmannaeyjum, verður brottför 14:30. Skipið siglir síðan 16:00 frá Landeyjahöfn en þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip, rekstraraðila Herjólfs. Áætlun Herjólfs gengur því saman við tvær ferðir Strætó þessa daga, fyrstu og þriðjuferð. […]
Tonny verðmætasti leikmaður efstu deildar

Tonny Mawejje er verðmætasti leikmaður Pepsídeildar karla, samkvæmt afreksstuðli Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. �?etta kemur fram á Vísi.is en þar segir að starfsmenn KSÍ fari eftir reglugerð sambandsins um félagsskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. �??�?að er aðeins einn leikmaður í Pepsi-deild karla í fótbolta sem nær hæsta stuðli hjá KSÍ. �?gandamaðurinn Tonny Mawejje er […]
Snjómokstur í Eyjum

Af gefnu tilefni vilja stjórnendur Vestmannaeyjabæjar koma eftirfarandi á framfæri varðandi snjóhreinsun og hálkueyðingu. Markmið Vestmannaeyjabæjar er að veita skilvirka og hagkvæma vetrarþjónustu, sem stuðlar að öryggi vegfaranda og íbúa bæjarins. Snjór er hreinsaður af götum eða gönguleiðum með snjóruðningstækjum, gönguleiðir eru einnig handmokaðar. Snjóhreinsun er fylgt eftir með mokstri á bíla og flutningi á […]
Landsleikurinn í beinni í Höllinni

Í dag, þriðjudag fer fram mikilvægasti landsleikur sem Ísland hefur spilað í knattspyrnu. �?að má leiða að því líkum að ef landsleikurinn fer vel og Íslendingar komast í lokakeppni HM í Brasílíu næsta sumar, muni það hafa í för með sér gríðarlega mikla athygli á íslenska knattspyrnu í heild sinni, fyrir utan allar þær tekjur […]
Eyjamenn í 16-liða úrslit

Karlalið ÍBV er komið í 16-liða úrslit Coca Cola bikarsins eftir níu marka sigur á 1. deildarliði KR í kvöld. Liðin áttust við í Frostaskjólinu í Reykjavík en staðan í hálfleik var 11:14 ÍBV í vil. Lokatölur urðu hins vegar 22:31 fyrir ÍBV en 16-liða úrslit keppninnar fara fram í byrjun desember. Auk ÍBV eru […]
Brotist inn á Pizza 67 en málið upplýst

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í liðinni viku og má m.a. nefna að tvö innbrot voru tilkynnt lögreglu og eiganspjöll. Skemmtanahald helgarinnar var með rólegra móti og engin útköll á öldurhús bæjarins. Að morgni 15. nóvember sl. var lögreglu tilkynnt um að brotist hafi verið inn í Pizza 67 v/Heiðarveg og þaðan stolið peningum […]
Bikarleikur seint í kvöld hjá strákunum

Karlalið ÍBV í handbolta leikur gegn KR í 32ja liða úrslitum Coca Cola bikarsins í kvöld. Leikurinn átti að fara fram síðdegis, eða klukkan 17:30 en hefur nú verið seinkað til klukkan 21:00. Eyjamenn munu sigla í Landeyjahöfn síðdegis, keyra í leikinn og gista svo í bænum. Flestir reikna með sigri ÍBV enda Eyjamenn í […]
Herjólfur á ný í Landeyjahöfn

Herjólfur siglir á ný til Landeyjahafnar eftir að hafa siglt til �?orlákshafnar undanfarna daga. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta var Lóðsinn, hafnsögubátur Vestmannaeyjahafnar, sendur að Landeyjahöfn í morgun til að mæla dýpi hafnarinnar, sem virðist vera nægilegt. Herjólfur siglir frá Eyjum klukkan 17:30 og frá Landeyjahöfn klukkan 19:00. Staðan núna: http://vedur.mogt.is/harbor/?action=Stations&harborid=6 �?lduspá: http://sigling.is/vs/WaveEpsogram.aspx Veðurspá: http://www.vedur.is/vedur/spar/thattaspar/sudurland/ (meira…)
Tilboði í innanhúsframkvæmdir Eldheima hafnað

Eitt tilboð barst í innanhúsframkvæmdir í Eldheimum en málið var tekið fyrir á fundi framkvæmda- og hafnarráðs. Tilboðið barst frá Steina og Olla ehf og var upp á tæpar 270 milljónir. Kostnaðaráætlun var hins vegar upp á tæpar 250 milljónir og var tilboði Steina og Olla ehf. hafnað. Ráðið fól hins vegar framkvæmdastjóra að ganga […]
Tóti forsöngvari í sigurveislu

�?órarinn Ingi Valdimarsson fór fyrir sínum mönnum í Sarpsborg 08 þegar liðið og stuðningsmenn fögnuðu því að halda sæti sínu í norsku úrvalsdeildinni. �?órarinn Ingi tók míkrafóninn á sviðinu og söng með stuðningsmönnum og leikmönnum liðsins en hægt er að sjá myndband af herlegheitunum hér að neðan. �?órarinn Ingi hefur leikið með Sarpsborg í sumar […]