Stórleikur í Eyjum í kvöld

Í kvöld klukkan 19:30 tekur ÍBV á móti Stjörnunni í 4. umferð Olísdeildar kvenna. Bæði lið eru með fjögur stig en ÍBV tapaði fyrir Val á útivelli í fyrstu umferð en lagði svo Fram á heimavelli og Selfoss á útivelli. Stjarnan hefur reyndar aðeins leikið tvo leiki, vann Hauka í fyrstu umferð 26:34 á útivelli […]

Svikahrappar herja á Vestmannaeyjar

Brögð eru að því að óprútnir aðilar hringi í fólk í Vestmannaeyjum og bjóði því netþjónustu í nafni Microsoft. Lögreglan hafði samband við Eyjafréttir vegna málsins og vill vara fólk við. Boðið er upp á netvara sem kosta frá 30 dollurum og það eina sem væntanlegur „viðskiptavinur“ þarf að gera er að gefa upp kortanúmer. […]

Skoða leigu á ferju

Verið er að skoða möguleikann á að leigja aðra ferju, sem yrði í siglingum milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar í vetur, til viðbótar við Herjólf. Frá því að höfnin opnaði, í júlí 2010, hefur ekki verið hægt að halda henni opinni allt árið um kring, þótt opnunartími hafnarinnar hafi teygst í báðar áttir, þ.e.a.s. höfnin opnaði […]

Fundu amfetamín á salerni í afgreiðslu Herjólfs

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið án þess þó að um hafi verið að ræða alverleg mál. Skemmtanahald helgarinnar gekk með ágætum en eitthvað var þó um stympingar á milli gesta öldurhúsanna án þess þó að meiðsl hafi hlotist af eða lögð fram kæra. Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni en […]

1500 milljónir í leigu á átta árum

„Við erum búin að vera í tómu veseni nánast frá því að, illu heilli, ákveðið var að skrifa undir samninga Fasteign hf. um sölu og endurleigu á flestum þeim eignum sem Vestmannaeyjabær þarf á að halda vegna reksturs síns,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri vegna kaupa Vestmannaeyjabæjar á fasteignum sem seldar voru Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf 2004, […]

Litlar líkur á notaðri ferju

Eins og fram hefur komið á Eyjafréttum, er gert ráð fyrir 660 milljón króna framlagi úr ríkissjóði í Landeyjahöfn. Þar af er 250 milljónum ætlað til að finna viðunandi lausn á vandamálum hafnarinnar, hvort sem það verði með framkvæmdum í höfninni, eða með leigu á notaðri ferju. Friðfinnur Skaftason, verkfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu segir í Morgunblaðinu […]

Vestmannaeyjabær kaupir aftur fasteignir

Vestmannaeyjabær hefur fest kaup á eignum í Vestmannaeyjum sem seldar voru Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf árið 2004. Um er að ræða Félagsheimilið, Þórsheimilið, Týsheimilið, Barnaskólann, Hamarsskólann, Sóla, Kirkjugerði, Rauðagerði og Safnahús. Kaupverðið er 1.850 milljónir en Elliði Vignisson, bæjarstjóri greinir frá þessu á facebooksíðu sinni. (meira…)

660 milljónir í Land­eyjahöfn

Það er um margt fróðlegt að renna í gegnum fjárlagafrumvarp ríkisstjórn­arinnar sem lagt hefur verið fyrir Alþingi. Eins og gefur að skilja koma ríkisstofnanir í Vestmannaeyjum við sögu en hér til hliðar er fjallað sérstaklega um Heilbrigðisstofnun Vm. (meira…)

Frábært sumar hér í Eyjum

Eiður Aron Sigubjörnsson, fyrirliði ÍBV í knattspyrnu fer yfir sumarið í pistli á vefnum Fótbolti.net. Eiður segir að hápunkturinn hafi verið Evrópukeppnin en í Pepsídeildinni hafi leikurinn gegn FH á Hásteinsvelli verið sá skemmtilegasti enda fór leikurinn fram á Þjóðhátíð og rúmlega 3000 manns voru á vellinum. Pistilinn má lesa hér að neðan. (meira…)

Vill að veiðleyfagjaldið renni fyrst fremst til útgerðarstaðannna

Bæjarráð Vestmannaeyja minnir á að í vor ákvað hin nýja ríkisstjórn að hækka veiðileyfagjald á atvinnulífið í Vestmannaeyjum. Búast má við því að í ár renni um 2300 milljónir frá Vestmannaeyjum bara vegna þessa sérstaka gjalds sem Eyjamenn greiða umfram aðra. Bæjarráð gerir því kröfu um að gjaldið renni til Vestmannaeyjabæjar sem síðan getur nýtt […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.