Ekki sama spá og spá

Fyrir þá sem fylgjast með ölduspá við Landeyjahöfn á vefnum sigling.is fara flestir á sjálfvirka ölduspá, þar sem fram kemur ölduhæð í tölum ásamt fleiri upplýsingum. Þeir hinir sömu hafa eflaust tekið eftir því að lítið er að marka þá spá. Iðulega hefur spáin þar undanfarið um ölduhæð, verið gefin upp svo há að engar […]

Skemmtilegur pistill hjá David James

David James skrifar reglulega pistla sem birtast á vefsvæði The Guardian. Í þetta sinn skrifar hann um áfanga sinn að ná 1000 leikjum en áður en ÍBV kom til sögunnar, þá leit allt út fyrir að hann næði ekki þessum merkilega áfanga. „Mig grunaði aldrei að ég myndi spila 1000. leikinn fyrir lið frá lítilli […]

Er þetta virkilega Ísland í dag?

Það hefur verið merkilegt að fylgjast með umræðunni sem spratt upp í kjölfar lítils pistils mín hér. Verst hefur mér samt fundist að aðalatriðið, umræða um rétta forgangsröðun í ríkisrekstrinum vegna lokunar skurðstofunnar í Eyjum, varð að algjöru aukaatriði. Aðalatriðið varð að ég skyldi voga mér að tala um niðurskurð á fjárframlögum til menningar og […]

Bæjarráð Fjarðarbyggðar gegn lokun skurðstofu í Eyjum

Bæjarráð Fjarðarbyggðar lýsti yfir á fundi sínum í dag stuðningi við baráttu Vestmannaeyinga gegn fyrirhugaðri lokun skurðdeildar Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja. „…en íbúar Fjarðabyggðar þekkja vel þá baráttu sem heyja þarf til að verja grunnþjónustu í heimabyggð,“ eins og segir í bókun bæjarráðs Fjarðabyggðar. (meira…)

Búðarhnupl upplýst en annars róleg vika

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og engin mál sem upp komu sem teljast til alvarlegra mála. Skemmtanahaldið fór að mestu vel fram og lítið um útköll á skemmtistaði bæjarins. Síðdegis þann 2. september sl. var lögreglu tilkynnt um þjófnað úr verslun Geisla v/Hilmisgötu en þarna hafði verið verið hnuplað litlum hátalara. Þjófnaðurinn sást […]

Landsliðsþjálfarar með handboltabúðir um helgina

Um helgina mun handknattleiksdeild ÍBV halda stórglæsilegt námskeið fyrir krakka fædda 1996 til 2005. Þá munu þrír landsliðsþjálfarar mæta í handboltabúðir ÍBV en það eru þeir Aron Kristjánsson, þjálfari A-landsliðs karla, Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla og Jón Gunnlaugur Viggósson, unglingalandsliðsþjálfari en tveir síðastnefndu þjálfa hjá ÍBV. (meira…)

100 ár frá stofnun Iþróttafélagsins �?órs

Í dag eru liðin 100 ár frá stofnun Íþróttafélagsins Þórs. Stofnfundurinn var haldinn í húsinu Borg sem stóð við Heimagötu og stofnfélagar voru 18 talsins. Tilgangur félagsins var að stuðla að iðkun íþrótta og glæða áhuga á þeim, eins og segir í fyrstu lögum þess. Félagið var bindindisfélag og varðaði brottekstri ef útaf var brugðið. […]

Tonny ekki á HM í Brasilíu

Nú liggur fyrir að Tonny Mawejje og Azis Kemba, leikmenn ÍBV munu ekki spila á HM í Brasilíu næsta sumar. Úganda tapaði fyrir Senegal í kvöld, 1:0 á útivelli en leikurinn var hreinn úrslitaleikur um það hvort liðið kæmist í umspil um laus sæti á HM. Úganda þurfti sigur en Senegal dugði jafntefli. (meira…)

ÍBV vann Ragnarsmótið

Karlalið ÍBV er sigurvegari Ragnarsmótsins í handbolta 2013. Mótið fór fram á Selfossi síðustu daga en Eyjamenn unnu alla þrjá leiki sína í mótinu, nú síðast úrvalsdeildarlið ÍR í úrslitaleik en lokatölur urðu 29:30 fyrir ÍBV. Í gær lagði ÍBV Gróttu að velli 32:26. (meira…)

Langþráður sigur á Breiðabliki

Kvennalið ÍBV vann langþráðan sigur á Breiðabliki í dag á Hásteinsvelli þar sem liðin áttust við en lokatölur urðu 3:1 fyrir ÍBV. Blikum hefur gengið vel á Hásteinsvelli undanfarin misseri, unnu m.a. ÍBV í tvígang á vellinum í fyrra, í deild og bikar og svo aftur í bikarkeppninni í sumar. En nú var komið að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.