Fundaði með heilbrigðisstarfsfólki í dag

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra fundaði með starfsmönnum Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum í dag. Talið barst meðal annars að samstarfi dvalarheimila og sjúkrahúsa. Kristján sagðist vera þeirrar skoðunar að heimaþjónusta sveitarfélaga og heimahjúkrun sé starfsemi sem beri að vinna að því að samþætta. „Sú öldrunarþjónusta sem hér er veitt er að nokkru leyti sambærileg þeirri þjónustu sem […]

Sett í mjög óþægilega aðstöðu

Lokun skurðstofunnar hefur víðtæk áhrif á þjónustu við íbúa í Vestmannaeyjum, m.a. þegar kemur að fæðingum barna. Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Sindri Ólafsson eiga von á sínu öðru barni í lok október en eins og áður hefur komið fram, er stefnt að því að loka skurðstof­unni 1. október. Hjónakornin þurfa því að gera það upp […]

Samhentir og ÍBV í samstarf

Handknattleiksdeild ÍBV kynnti á miðvikudag nýjan styrktaraðila framan á treyjum félagsins fyrir næstkomandi tímabil. Nýr styrktaraðili er fyrirtækið Samhentir. Samhentir er leiðandi fyrirtæki í sölu og framleiðslu á umbúðum, rekstrarvörum og pökkunarvélum fyrir sjávarútveg, matvæla- og iðnaðarframleiðeindur og endursöluaðila hverskonar. (meira…)

Eyjamenn lögðu Aftureldingu í gær

Karlalið ÍBV tekur þátt í hinu árlega Ragnarsmóti í handbolta sem fer fram á Selfossi. Liðunum sex í mótinu er skipt í tvo riðla en ÍBV, Afturelding og Grótta leika saman í riðli á meðan Selfoss, ÍR og HK. ÍBV mætti Aftureldingu í gær og hafði betur 30:25. (meira…)

Hásteinsvöllur einn af tíu flottustu

Vefútgáfa The Daily Mail, Mail-online er með útttekt á tíu flottustu knattspyrnuvöllum heims. Einn íslenskur völlur kemst á listann, Hásteinsvöllur, hvað annað? Miðillinn velur vellina ekki eftir fjölda áhorfenda sem komast á völlinn eða glæsileika í aðstöðu áhorfenda, heldur miðar við náttúrulegt umhverfi vallanna. (meira…)

Aðeins um sjúkraflutninga og viðbragðstíma

Vegna fyrri skrifa minna um heilbrigðismál almennt og stöðu utanspítalaþjónustu í Eyjum og á Íslandi, tel ég mig knúinn til að skrifa nokkur orð um stöðuna eins og hún blasir við mér. �?etta er bæði gert vegna þess að ég hef sterkar skoðanir á þessum málum og mér finnst víða pottur brotinn í þessum málaflokki. […]

Gunnar Heiðar vann Vestmannaeyjamótið í spjótkasti á Stade de Suisse

Það var létt yfir íslenska landsliðinu sem æfði á Stade de Suisse í Bern í Sviss nú í kvöld. Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Sölvi Geir Ottesen tóku ekkert þátt í æfingu liðsins. Alfreð Finnbogason var með að hluta til en Emil Hallfreðsson tók þátt af fullum krafti. Eftir æfingu var haldið Vestmannaeyjamót í spjótakassi en […]

Lítið eftir af 34.000 tonna kvóta Eyjaskipa

Makrílvertíðin þetta árið er að renna sitt skeið og hefur gengið nokkuð vel þó veðrið í sumar hafi sett strik í reikninginn. Samanlagður kvóti Eyjaskipa í makríl er tæp 34.000 tonn og eru aðeins nokkur þúsund tonn eftir. Talsvert af síld hefur komið með makríln­um og taka nú síldveiðar við. Mikil vinna hefur verið við […]

Listamannalaunin eru 301.857 þúsund krónur á mánuði

Eftir þá miklu og hörðu umræðu sem Grímur Gíslason setti af stað þegar hann viðraði þá skoðun sína að skera ætti niður framlög til listamanna, er fróðlegt að skoða hverjir fengu listamannalaun á fjárlögum ársins 2013. Alls bárustu 711 umsóknir um listamannalaun. 241 einstaklingar og hópar fengu hinsvegar úthlutað listamannalaunum, en þau laun eru 301.857 […]

Lundaball sem skráð verður á spjöld sögunnar

Lundaball sem skráð verður á spjöld sögunnar sem það besta hingað til, hið árlega Lundaball verður haldið þann 28. september næstkomandi og í ár eru það eðaldrengirnir í Brandinum sem sjá um ballið. Þegar að Brandurinn sá síðast um lundaballið var það mál allra sem á ballið komu að það ball hefði verið það langbesta […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.