Viltu spyrja heilbrigðisráðherra út í lokun skurðstofunnar?

Það sýður á mörgum Eyjamönnum eftir að tilkynnt var um lokun skurðstofu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, ef marka má viðbrögð við fréttinni um lokunina. Nú gefst íbúum Vestmannaeyja tækifæri til að spyrja Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra beint hvort hann ætli að láta þetta viðgangast. Kristján Þór verður í á beinni línu á DV.is klukkan 13:00. (meira…)
Um 2300 skrifa undir mótmæli við lokun skurðstofu

Í morgun höfðu 2230 manns skráð sig á síðuna Segjum NEI! á facebook en síðan var stofnuð þegar í ljós kom að loka ætti skurðstofu Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Á síðunni er lokuninni mótmælt en síðuna stofnaði Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir. „Forgangsröðun ríkisstjórnar/velferðaráðherra er með ólíkindum. Tek undir orð góðrar konur sem skýtur þeim orðum að ríkisstjórninni að […]
ÍBV upp í 3. sæti

ÍBV lagði Selfoss að velli á Hásteinsvelli í kvöld en lokatölur urðu 3:0. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik þar sem Eyjakonur voru mun sterkari og hefðu í raun getað skorað fleiri mörk. Síðari hálfleikur var hins vegar jafnari og fengu bæði lið færi en mörkin urðu ekki fleiri. Með sigrinum komst ÍBV hins vegar […]
Sigurður VE 15 kvaddi heimahöfn í dag

Á sjötta tímanum í dag kvaddi afla- og happaskpið, Sigurður VE 15. Sigurjón Ingvarsson, skipstjóri og skipshöfn hans fengu hlýjar kveður frá öðrum skipum í Vestmannaeyjahöfn, sem flautuðu ákaft þegar skipið sigldi út höfnina, og Sigurður VE kvaddi með sínu flauti. Herjólfur sigldi út höfnina á eftir Sigurði og kvaddi á sinn hátt. Sigurður VE […]
Munum gera allt til að verjast þessari atlögu á öryggi bæjarbúa

„Heilbrigðisþjónusta í Vestmannaeyjum er um margt ólíkt því sem gengur og gerist. Við erum hér með næst stærsta þéttabýliskjarna utan stórhöfuðborgarsvæðisins á lítilli Eyju sem oft einangrast fyrirvara lítið. Ég hef, eins og svo margir Eyjamenn, kynnst mikilvægi skurðstofu. Ekki einungis hef ég lagst þar undir hnífinn heldur fæddist annað barna minna á skurðstofunni. Ég […]
�??Eru fæddir Eyjamenn að fara deyja út?�??

Fjölmargir hafa tjáð sig í athugasemdakerfi Eyjafrétta við frétt um lokun skurðstofu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja. Allir eru á einu máli, þetta eru hræðilegar fréttir fyrir íbúa Vestmannaeyja og kemur til með að skerða bæði öryggi þeirra og íbúaskilyrði almennt. Búið er að opna mótmælasíðu á facebook, Segjum „Nei“. Hér að neðan má sjá nokkur af þeim […]
Mótmæla lokun skurðstofu harðlega

Á fundi bæjarráðs í dag var eitt mál á dagskrá, lokun skurðstofu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar, Gunnar K. Gunnarsson var boðaður á þennan aukafund til að fara yfir málið. „Gunnar kvað ástæðu ákvörðunarinnar vera kröfu Velferðarráðuneytisins um aukinn niðurskurð frá hausti 2012. Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja hefur fengið minna fjármagn til rekstursins í ár heldur en stofnunin […]
Skert öryggi Eyjamanna

Það var þungt yfir fólki á starfsmannafundi á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja (HSV) eftir hádegi í gær þar sem Gunnar Kr. Gunnarsson, framkvæmdastjóri tilkynnti að skurðstofunni yrði lokað frá og með 1. október nk. Gunnar sagði að þeim væri nauðugur einn kostur, að skera niður í rekstrinum og þessi leið hefði verið valin. Hinn kosturinn var að […]
Ísfélagið kaupir nýtt skip

Ísfélag Vestmannaeyja hf hefur gert samning um kaup á skipi sem er í smíðum í Celiktrans skipasmíðastöðinni í Istanbúl í Tyrklandi. Skipið verður afhent tilbúið til veiða í byrjun næsta árs. Skipið er 80 metra langt og 17 metra breitt og er afar vel búið til veiða á uppsjávarfiski s.s. loðnu, síld, makríl og kolmunna. […]
Engin skurðstofa í Eyjum frá 1. október

Á starfsmannafundi á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja (HSVE) eftir hádegi var tilkynnt að skurðstofunni yrði lokað frá og með 1. október nk. Gunnar Kr. Gunnarsson, framkvæmdastjóri tilkynnti þetta á fundinum og sagði að þeim væri nauðugur einn kostur, að skera niður í rekstrinum. Þetta verður m.a. til þess að fæðingar í Vestmannaeyjum munu að mestu heyra sögunni […]