Hörkubarátta um sæti í úrslitum 4. deildar

KFS lagði Kóngana að velli í dag en liðin áttust við á gervigrasvelli Framara í Safamýrinni. Lokatölur urðu 0:3 KFS í vil en mörkin gerðu þeir Friðrik M’ar Sigurðsson (2) og Björn Axel Guðjónsson. KFS er í þriðja sæti A-riðils fyrir lokaumferðina. Í 4. deild eru þrír riðlar en þrjú efstu liðin í tveimur riðlunum […]

Kæra þjóðhátíðar­nefnd og aðrir sem málið viðkemur

Ég heiti Sunna Guðlaugsdóttir og bý hér í Vestmannaeyjum. Ég er söng­kona í hljómsveitinni Blind Bargain, sem kom einmitt fram á stóra sviði þjóðhátíðar á föstudagskvöldið kl. 20:30. Blind Bargain er Eyjaband – ef ég má taka mér það bessaleyfi að kalla mig Eyjamann – og saman­stendur af fjórum strákum sem búið hafa hér alla […]

Leiðinlegt ef allir borða bara salat

Bókin Heilsuréttir fjölskyldunnar kom út árið 2012. Bókin fékk mjög góða dóma, hefur selst í þrettán þúsund eintökum og var ein söluhæsta bókin í fyrra. Berglind Sigmarsdóttir, höfund­ur bókarinnar, hefur ekki setið auðum höndum síðan bókin kom út en næstkomandi föstu­dag kemur út ný bók, Nýir ­heilsuréttir fjölskyldunnar. (meira…)

Á eftir að reynast vel

Farþegaskipið Víkingur sigldi í fyrsta sinn í Landeyjahöfn í gær, þriðjudag. Um var að ræða tilrauna­siglingu og vinnuferð en áætlað er að farþegasiglingar Víkings hefjist á næstu dögum. Ekki verður um að ræða fastar áætlun­ar­siglingar, heldur verður siglt þegar þörf er á og auk þess er hugmyndin að bjóða upp á út­sýnisferðir frá Landeyjahöfn. (meira…)

Vilja flugvöllinn áfram í Reykjavík

Félagið Hjartað í Vatnsmýri hefur hafið undirskriftasöfnun á vefslóðinni www.lending.is en þar er skorað á borgarstjórn og Alþingi að tryggja óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýri. Undirskriftirnar verða svo afhentar borgarstjórn áður en frestur til að gera athugasemdir við tillögu að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur rennur út þann 20. september sem kunnugt er gerir skipulagstillagan ráð fyrir að […]

Sveitakeppni í Eyjum um helgina

Sveitakeppnin í golfi fer fram um helgina. Sveit GV féll úr 1. deild í fyrra og leikur því í 2. deild í ár en keppni í deildinni fer einmitt fram í Eyjum þetta árið. Keppni hefst á morgun, föstudag og verða leiknir tveir hringir fyrstu tvo dagana, föstudag og laugardag og svo einn hringur á […]

Hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu

Á laugardaginn 24. ágúst fer fram Reykja­víkur­maraþon. Fjölmargir Eyjamenn munu taka þátt í hlaupinu, eins og undanfarin ár en hægt er að safna áheitum á vefsíðunni hlaupastyrk­ur.is. Í það minnsta þrjár Eyjastelpur safna áheitum á síðunni, Kristjana M. Steingrímsdóttir, sem hleypur fyrir Krabbameinsfélagið, Sigurlína Guðjónsdóttir, sem safnar fyrir Mænuskaðastofnun og svo hlaupa vinkonurnar Íris Sæmundsdóttir, […]

Karlalið ÍBV semur við serbneska hægri skyttu

Karlalið ÍBV hefur samið við serbnesku hægri skyttuna Filip Scepanovic. Scepanovic er þriðji leikmaðurinn sem karlaliðið semur við á skömmum tíma en fyrir rúmri viku samdi ÍBV við slóvenska línumanninn Mlakar og nú síðast við miðjumanninn Róbert Hoster. Scepanovic kemur frá Hvít-rússneska liðinu HC Meshkov Brest en hefur meðal annars leikið með hinu geysi sterka […]

�?tlit fyrir fækkun tegunda í Surtsey

Þegar Surtsey myndaðist fyrir 50 árum skapaðist einstakt tækifæri til að fylgjast með landnámi plantna og dýrategunda. Nú þykir ýmislegt benda til þess að tegundum fari að fækka á eyjunni. Surtseyjareldar eru langvinnasta eldgos sem orðið hefur hér á landi síðan land byggðist. Það hófst 14. nóvember 1963 og stóð með hléum fram í júní […]

Valur lagði ÍBV í mikilvægum leik

ÍBV tók á móti Val í mikilvægum leik í Pepsi-deildinni í kvöld. Þrjú lið berjast um silfrið en það eru Valur, sem er í öðru sætið með 23 stig og svo Breiðablik og ÍBV sem eru í þriðja og fjórða sæti með 22 stig. Valur styrkti stöðu sína í 2. sæti deildarinnar í kvöld, en […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.