Afhentu ávísun upp á 2,7 milljónir

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar veitti í morgun viðtöku, um borð í varðskipinu Þór, ávísun á 2,7 milljónir króna frá félögum Kiwanisklúbbsins Eldfells. Þessi veglegi styrkur er afrakstur söfnunarátaks Eldfells sem hófst í maí sl. og var markmið átaksins að búa sjúkraklefa varðskipsins Þórs sambærilegum tækjum og eru um borð í þyrlum Landhelgisgæslunnar. (meira…)
Rúðubrot og umferðarbrot

Ekki er annað hægt að segja en vikan hafi verð með rólegra móti hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem upp komu. Skemmtanahald helgarinnar fór fram með ágætum en þó var eitthvað um kvartanir vegna hávaða í heimahúsum. Rólegt var í og í kringum skemmtistaði bæjarins um helgina. (meira…)
�?hagstæð ölduspá fyrir Landeyjahöfn

Við viljum góðfúslega benda farþegum okkar á að fyrirliggjandi ölduspá fyrir Landeyjahöfn í kvöld og fyrri part morgundagsins er óhagstæð. Varðandi siglingar í kvöld þá ættum farþegar sem eiga bókað far í síðustu ferð dagsins að huga að því að færa sig í ferð fjögur. (meira…)
Viltu verða frægur?

Kvikmyndafyrirtækið Pegagus leitar nú að einstaklingum í Vestmannaeyjum til að leika í auglýsingu á vegum fyrirtækisins. Um er að ræða alþjóðlega auglýsingu sem kemur til með að birtast um allan heim. Verið er að leita að karlmanni á aldrinum 35 til 45 ára sem hefur verið til sjós. Einnig er verið að leita að konu […]
Heilsuvika á Hvolsvelli

Það var mikið um dýrðir á Hvolsvelli um helgina. Efnt var til Kjötsúpuhátíðar sem hófst með því að nokkrir bæjarbúar buðu uppá gómsætar súpur af ýmsum gerðum – bærinn var skreyttur og fín stemning. Á laugardag voru áframhaldandi hátíðarhöld með gámsætri SS kjötsúpu og margs konar skemmtiatriðum sem lauk með dansleik í Hvolnum með Stuðbandinu […]
Ísfélagið hagnast um 4,5 milljarða

Ísfélag Vestmannaeyja hagnaðist um 36,8 milljónir dala á síðasta ári, eða sem nemur tæplega 4,5 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam ríflega 55 milljónum dala, eða sem nemur 6,7 milljörðum króna. Þessi rekstrarniðurstaða var kynnt á aðalfundi félagsins sem fram fór í byrjun síðustu viku. Þetta er besta rekstrarniðurstaða Ísfélagsins sé […]
Gengur ekkert að skora

Það gengur hvorki né rekur í sóknarleik karlaliðs ÍBV þessa dagana. Liðið hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu þremur leikjum sínum og tvö í síðustu fjórum. Eyjamenn gerðu 0-0 jafntefli gegn ÍA í dag þar sem ÍBV átti 17 marktilraunir gegn aðeins þremur tilraunum Skagamanna. Síðari hálfleikur fór nánast eingöngu fram á vallarhelmingi ÍA […]
Eivör með tónleika í dag í Höllinni

Færeyska söngkonan, Eivör Pálsdóttir mun halda útgáfutónleika í Höllinni í dag. Eivör mun þar koma fram með hljómsveit en tilefnið er útgáfa plötunnar Room en tónleikarnir verða í kjölfarið á útgáfutónleikum í Hörpu. Eivör gat ekki hugsað sér að sleppa því að fara frá Íslandi, án þess að koma til Eyja. (meira…)
Einn af úrslitaleikjum sumarsins í dag

Í dag klukkan 16:00 tekur ÍBV á móti ÍA í 18. umferð Pepsídeildar karla en leikurinn fer auðvitað fram á Hásteinsvellinum. Liðin eru jöfn að stigum í 3. og 4. sæti en bæði hafa þau 27 stig eftir 17 leiki. Fjögur íslensk lið fara í Evrópukeppnina næsta sumar en KR-ingar hafa þegar tryggt sér eitt […]
�?lvuð við akstur án réttinda

19 ára stúlka var tekin við akstur undir áhrifum í Vestmannaeyjum í nótt. Í ofanálag var stúlkan án ökuréttinda. Það verður því enn einhver bið á því að hún geti fengið slík réttindi þar sem akstur án ökuréttinda seinkar heimild til að öðlast slík réttindi. (meira…)