Gengur ekkert að skora
2. september, 2012
Það gengur hvorki né rekur í sóknarleik karlaliðs ÍBV þessa dagana. Liðið hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu þremur leikjum sínum og tvö í síðustu fjórum. Eyjamenn gerðu 0-0 jafntefli gegn ÍA í dag þar sem ÍBV átti 17 marktilraunir gegn aðeins þremur tilraunum Skagamanna. Síðari hálfleikur fór nánast eingöngu fram á vallarhelmingi ÍA og þótt atgangurinn hafi stundum verið mikill í vítateig gestanna, þá vildi boltinn ekki inn.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst